Sport

Sló 26 ára gamalt heims­met í kvöld | Á nú heims­met innan- og utan­húss

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Armand Duplantis sáttur eftir að hafa sett heimsmet.
Armand Duplantis sáttur eftir að hafa sett heimsmet. Paolo Bruno/Getty Images

Hinn tvítugi Armand Duplantis sló 26 ára gamalt heimsmet Sergej Bubka í stangarstökki – utandyra – í gærkvöld. Demantsmótaröðin í frjálsum íþróttum fer fram í Róm og gerði Duplantis sér lítið fyrir og stökk yfir 6.15 metra.

Armand Duplantis flaug yfir 6.15 og setti þar með heimsmet.Paolo Bruno/Getty Images

Úkraínumaðurinn Bubka stökk 6.14 metra sumarið 1994. Hann átti bæði metin innan- og utanhúss en Duplantis - sem er sænskur ríkisborgari þrátt fyrir að vera fæddur í Bandaríkjunum - bætti metið innanhúss í febrúar á þessu ári. 

Duplantis hefur þarf með bætt bæði heimsmet Bubka.

„Stangarstökk er eina íþróttin með tvö mismunandi heimsmet svo ég ákvað bara að útrýma öllum misskilning og slá bæði metin,“ sagði Duplantis og hló eftir að hafa bætt heimsmetið í kvöld.

Norski miðillinn Verdens Gang greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.