Þriðji starfsmaður HÍ smitaður Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 12:25 Frá Háskólasvæðinu. Vísir/Vilhelm Enn einn starfsmaður Háskóla Íslands hefur smitast af kórónuveirunni. Frá þessu greinir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, í pósti til nemenda og starfsmanna skólans. Greint var frá því í gær að starfsmaður aðalbyggingar annars vegar og starfsmaður veitingasölunnar Hámu hafi smitast af veirunni og er rektor sjálfur einn þeirra sem er í sóttkví vegna smitsins í aðalbyggingu. Til viðbótar við starfsmann aðalbyggingar og Hámu hefur starfsmaður í Setbergi - húsi kennslunnar nú smitast. Rektor segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi farið rækilega yfir þessi tilvik og sett fólk í sóttkví eftir því sem þurfa þykir til að treysta öryggi allra, starfsfólks og nemenda. Allt starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hafi þannig verið sett í sóttkví og veitingastaðnum þar lokað tímabundið. Smitrakningateymi almannavarna meti áhættu viðskiptavina Hámu óverulega og þeir þurfa því ekki að fara í sóttkví. „Í ljósi stöðunnar er afar eðlilegt að margir séu uggandi og hvet ég ykkur kæru nemendur og samstarfsfólk til að nýta ykkur gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu sem við bjóðum. Eins og sakir standa er brýnt að ráðstefnur, málþing og fundir verði alfarið með rafrænum hætti. Verði ekki komist hjá því að hittast skal gæta ítrustu varkárni og helst að bera andlitsgrímur. Þá hvet ég nemendur og starfsfólk eindregið til að fresta eða fella niður allt samkomuhald á Háskólasvæðinu. Munum að sýna fyllstu ábyrgð hvert og eitt, hugum vandlega að smitvörnum og fylgjum reglum almannavarna til hins ítrasta. Verum heima ef minnstu einkenna verður vart. Í slíkum tilvikum skal leita til heilsugæslu og tilkynna um veikindi til næsta yfirmanns svo unnt sé að upplýsa nemendur og starfsfólk í viðkomandi byggingu,“ segir Jón Atli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47 Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Enn einn starfsmaður Háskóla Íslands hefur smitast af kórónuveirunni. Frá þessu greinir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, í pósti til nemenda og starfsmanna skólans. Greint var frá því í gær að starfsmaður aðalbyggingar annars vegar og starfsmaður veitingasölunnar Hámu hafi smitast af veirunni og er rektor sjálfur einn þeirra sem er í sóttkví vegna smitsins í aðalbyggingu. Til viðbótar við starfsmann aðalbyggingar og Hámu hefur starfsmaður í Setbergi - húsi kennslunnar nú smitast. Rektor segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi farið rækilega yfir þessi tilvik og sett fólk í sóttkví eftir því sem þurfa þykir til að treysta öryggi allra, starfsfólks og nemenda. Allt starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hafi þannig verið sett í sóttkví og veitingastaðnum þar lokað tímabundið. Smitrakningateymi almannavarna meti áhættu viðskiptavina Hámu óverulega og þeir þurfa því ekki að fara í sóttkví. „Í ljósi stöðunnar er afar eðlilegt að margir séu uggandi og hvet ég ykkur kæru nemendur og samstarfsfólk til að nýta ykkur gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu sem við bjóðum. Eins og sakir standa er brýnt að ráðstefnur, málþing og fundir verði alfarið með rafrænum hætti. Verði ekki komist hjá því að hittast skal gæta ítrustu varkárni og helst að bera andlitsgrímur. Þá hvet ég nemendur og starfsfólk eindregið til að fresta eða fella niður allt samkomuhald á Háskólasvæðinu. Munum að sýna fyllstu ábyrgð hvert og eitt, hugum vandlega að smitvörnum og fylgjum reglum almannavarna til hins ítrasta. Verum heima ef minnstu einkenna verður vart. Í slíkum tilvikum skal leita til heilsugæslu og tilkynna um veikindi til næsta yfirmanns svo unnt sé að upplýsa nemendur og starfsfólk í viðkomandi byggingu,“ segir Jón Atli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47 Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47
Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15