Innlent

Sjúkra­flutninga­menn tóku á móti barni sem flýtti sér í heiminn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Drengbarnið fæddist í Grafarvoginum í nótt.
Drengbarnið fæddist í Grafarvoginum í nótt. Getty

Sjúkraflutningarmenn aðstoðuðu í nótt lítinn dreng við að koma í heiminn en móðirin sem býr úti á landi hafði komið sér til Reykjavíkur til að eiga barnið. Þegar kallið svo kom gekk það svo hratt að ekki gafst tími til að fara á fæðingardeildina og fæddist drengurinn á fimmtu hæð í húsi í Grafarvoginum að því er fram kemur í Facebookfærslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Góðan daginn

Að sögn slökkviliðsins hefur fjöldi sjúkraflutninga aukist mikið eftir að haustið gekk í garð og voru 111 sjúkraflutningar boðaðir síðasta sólarhringinn, þar af 26 forgangsverkefni og eitt vegna kórónuveirunnar.

Dælubílar slökkviliðsins voru kallaðir út fimm sinnum og voru verkefnin af ýmsum toga, þó ekkert þeirra hafi verið stórt. Slökkviliðið fór tvisvar til aðstoðar sjúkrabílum við umferðarslys og slökkt var í bíl sem kviknaði í í austurborginni í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.