Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt marka FC Astana í 3-2 sigri liðsins á Kaspyi Aktau í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag. Kasaktstan, Tyrkland og Rússland virðast einu þjóðirnar í Evrópu sem ekki hafa frestað leikjum í efstu deild.
Rúnar Már kom Astana á bragðið en liðið var 3-0 yfir í hálfleik er liðið mætti Kaspyi Aktau á útivelli í dag.
Heimamenn gerðu sitt besta til að komast inn í leikinn í síðari hálfleik og tókst að minnka muninn í tvígang. Síðara markið kom í uppbótartíma og Astana hélt því í stigin þrjú.
Þegar þremur umferðum er lokið í Kasakstan er Astana á toppnum með sjö stig. Þá hefur Rúnar Már skorað tvö mörk í leikjunum þremur.
— FC Astana (@fc_astana) March 15, 2020