Áttatíu prósent atvinnuleysi hjá flóttamönnum með dvalarleyfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 21:28 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“ Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“
Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira