Slæmt veður á Íslandi gæti truflað Söru og Björgvin Karl á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson með Mola sem er hundurinn hennar Söru. Vísir/Vilhelm Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson fá seinna í þessum mánuði tækifæri til að keppa á heimsleikunum í CrossFit hér heima á Íslandi því fyrri hluti heimsleikana í ár fer fram í gegnum netið. Keppendur vita lítið um keppnina ennþá en þau fengu þó einhverjar upplýsingar á fjarfundi með fulltrúum CrossFit samtakanna á dögunum. Vefsíðan Morning Chalk Up hefur grafið upp upplýsingar um það sem fór fram á umræddum fjarfundi með keppendunum þar á meðal um hvaða græjur keppendurnir þurfa að verða sér út um. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa því bæði á heimsleikunum á heimavelli og eiga bæði góða möguleika á að komast í fimm manna ofurúrslit ef marka má frammistöðu þeirra á tímabilinu til þessa. Sara og Björgvin Karl eru tveir af þremur íslenskum keppendum á heimsleikunum í ár en sá þriðji, Katrín Tanja Davíðsdóttir, keppir í Bandaríkjunum þar sem hún æfir. Samkvæmt frétt Morning Chalk Up þá vita keppendurnir ekki enn neitt um það hversu marga daga keppnin um standa eða hversu lengi hver keppnisdagur verður. Per athletes, the @CrossFitGames stage 1 will be two days starting Friday. More details here: https://t.co/jvfY40utqU— Morning Chalk Up (@MorningChalkUp) September 3, 2020 Keppendur fengu aftur á móti að vita hvaða tól og tæki þurfa að vera til staðar í líkamsræktarsalnum þar sem þau munu keppa. Sara og Björgvin Karl njóta bæði góðs af því að hafa keppt við svipaðar aðstæður á Rogue Invitational mótinu í júní en allt það mót fór í gegnum netið þar sem Sara keppti í Simmagym í Reykjanesbæ og Björgvin Karl í CrossFit Hengill í Hveragerði. Samkvæmt heimildum Morning Chalk Up þá kom ekkert á óvart varðandi tækjalistann sem er í samræmi við það sem þarf til þegar keppendur skila æfingum fyrir „The Open“ hlutann. Eina græjan sem var óvenjuleg var GHD kviðæfingatæki. Hver keppandi mun hafa með sér dómara sem vottar það að keppandinn sé að gera æfingarnar rétt og að upplýsingar um tíma, þyngdir og endurtekningar séu réttar. Það verður líka bannað að gera æfingar með einhverjum öðrum eða að hafa klapplið með sér. Hver og einn keppandi þarf að gera æfingarnar einn og aðeins fyrir framan umræddan dómara. Það kom líka fram að keppendur þurfa að hlaupa úti í einhverri æfingunni og þeir þurfa að vera sér úti um mælitæki til að staðfesta um rétta vegalengd sér að ræða. "When the countdown starts, you flip the switch " Sara Sigmundsdóttir pic.twitter.com/2KjrxAylIS— The CrossFit Games (@CrossFitGames) February 6, 2020 Það hefur verið mikið um hlaupaæfingar í byrjun síðustu heimsleika og það þarf því ekki að koma mikið á óvart að sprettir og hugsanlega einhver langhlaup séu á æfingalistanum í ár. Veðrið í september er oftast mjög fínt á flestum stöðum í heiminum en það er ekki alveg hægt að treysta á það hér heima á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að vonast til þess að einhver af haustlægðunum sé ekki að flækjast hér á landi þegar heimsleikarnir fara fram. Það væri nú ekki mjög sanngjarnt ef þau þyrftu að hlaupa út í íslensku roki og rigningu á meðan samkeppnisaðilar þeirra keppa við bestu aðstæður á sínum stað. CrossFit samtökin ætla ekki að gera æfingarnar opinberar fyrr en nokkrum dögum fyrir keppni til að koma í veg fyrir að keppendur geti undirbúið sig markvisst fyrir ákveðnar greinar. Eina sem er staðfest er að heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson fá seinna í þessum mánuði tækifæri til að keppa á heimsleikunum í CrossFit hér heima á Íslandi því fyrri hluti heimsleikana í ár fer fram í gegnum netið. Keppendur vita lítið um keppnina ennþá en þau fengu þó einhverjar upplýsingar á fjarfundi með fulltrúum CrossFit samtakanna á dögunum. Vefsíðan Morning Chalk Up hefur grafið upp upplýsingar um það sem fór fram á umræddum fjarfundi með keppendunum þar á meðal um hvaða græjur keppendurnir þurfa að verða sér út um. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa því bæði á heimsleikunum á heimavelli og eiga bæði góða möguleika á að komast í fimm manna ofurúrslit ef marka má frammistöðu þeirra á tímabilinu til þessa. Sara og Björgvin Karl eru tveir af þremur íslenskum keppendum á heimsleikunum í ár en sá þriðji, Katrín Tanja Davíðsdóttir, keppir í Bandaríkjunum þar sem hún æfir. Samkvæmt frétt Morning Chalk Up þá vita keppendurnir ekki enn neitt um það hversu marga daga keppnin um standa eða hversu lengi hver keppnisdagur verður. Per athletes, the @CrossFitGames stage 1 will be two days starting Friday. More details here: https://t.co/jvfY40utqU— Morning Chalk Up (@MorningChalkUp) September 3, 2020 Keppendur fengu aftur á móti að vita hvaða tól og tæki þurfa að vera til staðar í líkamsræktarsalnum þar sem þau munu keppa. Sara og Björgvin Karl njóta bæði góðs af því að hafa keppt við svipaðar aðstæður á Rogue Invitational mótinu í júní en allt það mót fór í gegnum netið þar sem Sara keppti í Simmagym í Reykjanesbæ og Björgvin Karl í CrossFit Hengill í Hveragerði. Samkvæmt heimildum Morning Chalk Up þá kom ekkert á óvart varðandi tækjalistann sem er í samræmi við það sem þarf til þegar keppendur skila æfingum fyrir „The Open“ hlutann. Eina græjan sem var óvenjuleg var GHD kviðæfingatæki. Hver keppandi mun hafa með sér dómara sem vottar það að keppandinn sé að gera æfingarnar rétt og að upplýsingar um tíma, þyngdir og endurtekningar séu réttar. Það verður líka bannað að gera æfingar með einhverjum öðrum eða að hafa klapplið með sér. Hver og einn keppandi þarf að gera æfingarnar einn og aðeins fyrir framan umræddan dómara. Það kom líka fram að keppendur þurfa að hlaupa úti í einhverri æfingunni og þeir þurfa að vera sér úti um mælitæki til að staðfesta um rétta vegalengd sér að ræða. "When the countdown starts, you flip the switch " Sara Sigmundsdóttir pic.twitter.com/2KjrxAylIS— The CrossFit Games (@CrossFitGames) February 6, 2020 Það hefur verið mikið um hlaupaæfingar í byrjun síðustu heimsleika og það þarf því ekki að koma mikið á óvart að sprettir og hugsanlega einhver langhlaup séu á æfingalistanum í ár. Veðrið í september er oftast mjög fínt á flestum stöðum í heiminum en það er ekki alveg hægt að treysta á það hér heima á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að vonast til þess að einhver af haustlægðunum sé ekki að flækjast hér á landi þegar heimsleikarnir fara fram. Það væri nú ekki mjög sanngjarnt ef þau þyrftu að hlaupa út í íslensku roki og rigningu á meðan samkeppnisaðilar þeirra keppa við bestu aðstæður á sínum stað. CrossFit samtökin ætla ekki að gera æfingarnar opinberar fyrr en nokkrum dögum fyrir keppni til að koma í veg fyrir að keppendur geti undirbúið sig markvisst fyrir ákveðnar greinar. Eina sem er staðfest er að heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira