„Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 06:45 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AP/Andrew Harnik Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu. Biden kallaði eftir því að Bandaríkjamenn kæmu saman og sigruðust í sameiningu á Trump, án þess þó að nefna hann einu sinni á nafn. „Núverandi forseti hefur baðað Bandaríkin í myrkri of lengi. Of mikil reiði, of mikill ótti, of mikil sundrung,“ sagði Biden. „Hér og nú, heiti ég því: Ef þið færið mér forsetaembætti, mun ég draga fram það besta í okkur, ekki það versta. Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins.“ Biden gagnrýndi Trump harðlega fyrir að neita að taka ábyrgð á gjörðum sínum og sagði hann neita að leiða þjóðina. „Hann vaknar á hverjum deyi í þeirri trú að starfið snúist eingöngu um hann sjálfan. Aldrei um ykkur,“ sagði Biden og benti á myndavélina. Alla ræðu hans má sjá hér. Þetta hefur verið rauði þráðurinn í gegnum alla ræðurnar á landsfundi Demókrata. Það að kosningarnar í nóvember snúist um sál Bandaríkjanna og lýðræðið sjálft sé í húfi. Sjá einnig: Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Auk Biden fluttu aðrir forsetaframbjóðendur flokksins, sem töpuðu fyrir Biden í forvali, einnig ræður. Þeirra á meðal voru Cory Booker og Pete Buttigieg. Allir mótframbjóðendur Biden í Demókrataflokknum lýstu einnig yfir stuðningi við hann. Innan um ræðurnar fluttu þeir John Legend og Common lagið Glory. Grínistinn Sarah Cooper gerði svo léttvægt grín að Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu. Biden kallaði eftir því að Bandaríkjamenn kæmu saman og sigruðust í sameiningu á Trump, án þess þó að nefna hann einu sinni á nafn. „Núverandi forseti hefur baðað Bandaríkin í myrkri of lengi. Of mikil reiði, of mikill ótti, of mikil sundrung,“ sagði Biden. „Hér og nú, heiti ég því: Ef þið færið mér forsetaembætti, mun ég draga fram það besta í okkur, ekki það versta. Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins.“ Biden gagnrýndi Trump harðlega fyrir að neita að taka ábyrgð á gjörðum sínum og sagði hann neita að leiða þjóðina. „Hann vaknar á hverjum deyi í þeirri trú að starfið snúist eingöngu um hann sjálfan. Aldrei um ykkur,“ sagði Biden og benti á myndavélina. Alla ræðu hans má sjá hér. Þetta hefur verið rauði þráðurinn í gegnum alla ræðurnar á landsfundi Demókrata. Það að kosningarnar í nóvember snúist um sál Bandaríkjanna og lýðræðið sjálft sé í húfi. Sjá einnig: Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Auk Biden fluttu aðrir forsetaframbjóðendur flokksins, sem töpuðu fyrir Biden í forvali, einnig ræður. Þeirra á meðal voru Cory Booker og Pete Buttigieg. Allir mótframbjóðendur Biden í Demókrataflokknum lýstu einnig yfir stuðningi við hann. Innan um ræðurnar fluttu þeir John Legend og Common lagið Glory. Grínistinn Sarah Cooper gerði svo léttvægt grín að Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira