Það sem við getum gert fyrir heilsuna okkar Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Nú þegar stefnir í að heimsbyggðin muni glíma við afleiðingar af Covid-19 næstu misserin sem og sinna forvörnum til að hindra eða minnka líkur á smiti er tilefni til að vekja athygli á því að við megum ekki gleyma öðrum algengum sjúkdómum sem ógna heilsu fólks. Dauðsföll vegna krabbameina eru ein algengasta dánarorsök á Íslandi – sér í lagi þegar skoðuð eru ótímabær dauðsföll. Þá er átt við að andlát fyrir 75 ára aldur sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með viðeigandi meðferð eða forvörnum. Heilsusamlegur lífsstíll getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og haft áhrif á hvernig við erum í stakk búin til að takast á við smitsjúkdóma. Áhrifin af heilsusamlegum lífsstíl byggjast líka upp yfir lengri tíma og draga úr líkum á mörgum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameinum. Einstaklingar sem ástunda heilsusamlegan lífsstíl veikjast líka, en líkurnar eru minni. Lengi hefur verið vitað að hægt er að koma í veg fyrir marga sjúkdóma (líkamlega og andlega) með reglulegri hreyfingu og fjölbreyttu og hollu mataræði. Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinstilvikum með reykleysi, hollu mataræði og reglulegri hreyfingu. Sé ráðleggingum í krabbameinsforvörnum fylgt er líka hægt að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Í júní á þessu ári birtu sérfræðingar hjá bandarísku krabbameinsstofnuninni samantekt og ráðleggingar byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á tengslum lífsstíls við krabbamein. Í þessari yfirferð sem hér er sagt frá var stuðst við samantektir annarra fræðistofnanna sem og nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Tekið skal fram að ráðleggingar um lífsstíl í þeim tilgangi að minnka líkur á krabbameinum gilda líka fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þó er ekki hægt að fara nákvæmlega eftir þeim meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Til eru sértækari næringarráðleggingar fyrir ýmsa fylgikvilla sem geta komið upp meðan á meðferð stendur Í megindráttum er mælt með því að við: ·hreyfum okkur daglega ·stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og reynum að forðast að þyngjast mikið á fullorðinsárum ·borðum fæðutegundir sem eru næringarríkar og hjálpa til við að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd ·takmörkum eða sleppum neyslu á rauðu kjöti, unnum kjötvörum, sykruðum drykkjum, fínunnum kornvörum og mikið unnum matvörum ·sleppum áfengi Aðalbreytingar nýju ráðlegginganna eru áhersla á hreyfingu, að borða ríkulega úr jurtaríkinu, forðast unnar kjötvörur og að best sé að sleppa áfengi. Hér fer ég nánar yfir þessar áherslur. Hreyfum okkur meira en áður hefur verið ráðlagt – 5 klukkutíma á viku Í nýju bandarísku ráðleggingunum er mælt með því að hreyfa sig í 5 tíma á viku sem samsvarar ca. 43 mínútum á dag. Hér er verið átt við miðlungserfiða hreyfingu eins og rösklega göngu, dans og hjólreiðar (ekki keppnis). Ef við hreyfum okkur af meiri ákefð (til dæmis með hlaupum, sundi og annarri þolþjálfun) við hærri púls (hraðari öndun) þá er miðað við að hreyfa sig við slíka ákefð í 2,5 tíma á viku. Það samsvarar ca 21 mínútu á dag. Inni í þessum tíma er mælt með því að nota tvo daga á viku í styrktarþjálfun. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu mæla með því að allir fullorðnir hreyfi sig að lágmarki í 30 mínútur daglega. Einnig er ráðlagt að börn og unglingar hreyfi sig að lágmarki í klukkutíma á dag. Fyrir alla jafnt unga sem aldna gildir að vera ekki of lengi fyrir framan sjónvarpið, tölvuna og snjalltækin . Það er mikilvægt að standa reglulega upp og gera eitthvað annað til að minnka tímann sem fer í kyrrsetu og hreyfir við blóðrásarkerfinu. Aukum hlut jurtafæðis í mataræðinu – takmörkum unnar kjötvörur eða sleppum þeim Áfram er mesta áherslan lögð á jurtafæðið til að minnka líkur á krabbameinum og snýst þetta um að borða vel af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum og baunum. Fyrir alla þessa fæðuflokka gildir að borða fjölbreytt – Ef okkur finnst banani góður má samt líka borða fleiri ávaxtategundir til að tryggja fjölbreytni. Þannig fáum við fleiri næringarefni. Heilkornavörur eru vörur á borð við gróft brauð, hrökkbrauð, heilhveitipasta, hýðishrísgrjón, kínóa og ákveðnar tegundir af múslí og morgunkorni. Þessar vörur eru gjarnan merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Fæðutegundir sem mælt er með að takmarka eða sleppa eru rautt kjöt (hámark 500 grömm á viku) og þá sérstaklega unnar kjötvörur (reyktar og saltar vörur), fínar kornvörur (hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít hrísgrjón o.s.frv.), sykraðir drykkir og almennt mikið unnar matvörur eins og kex, kökur, djúpsteiktur matur sælgæti o.s.frv. Hér gildir að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og reyna að velja sem mest fæðutegundir sem eru lítið unnar. Vörur sem merktar eru með skráargatinu eru góður kostur með tilliti til næringargildis innan hvers vöruflokks. Best er að sleppa áfenginu Að lokum skal ítrekað að ekki eru til nein örugg mörk í neyslu á áfengi þegar kemur að krabbameinsáhættu. Áfengisneysla er tengd aukinni hættu á krabbameinum á sjö stöðum í líkamanum. Best er að sleppa áfengi, en ef við drekkum þá er mikilvægt að drekka hóflega. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu Heimildir og skylt efni: American Cancer Society guideline for diet and physical activity for cancer prevention Rautt eða hvítt? Heilsuráð Mottumars Heilsuvera Covid-19: Næring og matvæli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Heilsa Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar stefnir í að heimsbyggðin muni glíma við afleiðingar af Covid-19 næstu misserin sem og sinna forvörnum til að hindra eða minnka líkur á smiti er tilefni til að vekja athygli á því að við megum ekki gleyma öðrum algengum sjúkdómum sem ógna heilsu fólks. Dauðsföll vegna krabbameina eru ein algengasta dánarorsök á Íslandi – sér í lagi þegar skoðuð eru ótímabær dauðsföll. Þá er átt við að andlát fyrir 75 ára aldur sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með viðeigandi meðferð eða forvörnum. Heilsusamlegur lífsstíll getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og haft áhrif á hvernig við erum í stakk búin til að takast á við smitsjúkdóma. Áhrifin af heilsusamlegum lífsstíl byggjast líka upp yfir lengri tíma og draga úr líkum á mörgum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameinum. Einstaklingar sem ástunda heilsusamlegan lífsstíl veikjast líka, en líkurnar eru minni. Lengi hefur verið vitað að hægt er að koma í veg fyrir marga sjúkdóma (líkamlega og andlega) með reglulegri hreyfingu og fjölbreyttu og hollu mataræði. Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinstilvikum með reykleysi, hollu mataræði og reglulegri hreyfingu. Sé ráðleggingum í krabbameinsforvörnum fylgt er líka hægt að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Í júní á þessu ári birtu sérfræðingar hjá bandarísku krabbameinsstofnuninni samantekt og ráðleggingar byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á tengslum lífsstíls við krabbamein. Í þessari yfirferð sem hér er sagt frá var stuðst við samantektir annarra fræðistofnanna sem og nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Tekið skal fram að ráðleggingar um lífsstíl í þeim tilgangi að minnka líkur á krabbameinum gilda líka fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þó er ekki hægt að fara nákvæmlega eftir þeim meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Til eru sértækari næringarráðleggingar fyrir ýmsa fylgikvilla sem geta komið upp meðan á meðferð stendur Í megindráttum er mælt með því að við: ·hreyfum okkur daglega ·stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og reynum að forðast að þyngjast mikið á fullorðinsárum ·borðum fæðutegundir sem eru næringarríkar og hjálpa til við að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd ·takmörkum eða sleppum neyslu á rauðu kjöti, unnum kjötvörum, sykruðum drykkjum, fínunnum kornvörum og mikið unnum matvörum ·sleppum áfengi Aðalbreytingar nýju ráðlegginganna eru áhersla á hreyfingu, að borða ríkulega úr jurtaríkinu, forðast unnar kjötvörur og að best sé að sleppa áfengi. Hér fer ég nánar yfir þessar áherslur. Hreyfum okkur meira en áður hefur verið ráðlagt – 5 klukkutíma á viku Í nýju bandarísku ráðleggingunum er mælt með því að hreyfa sig í 5 tíma á viku sem samsvarar ca. 43 mínútum á dag. Hér er verið átt við miðlungserfiða hreyfingu eins og rösklega göngu, dans og hjólreiðar (ekki keppnis). Ef við hreyfum okkur af meiri ákefð (til dæmis með hlaupum, sundi og annarri þolþjálfun) við hærri púls (hraðari öndun) þá er miðað við að hreyfa sig við slíka ákefð í 2,5 tíma á viku. Það samsvarar ca 21 mínútu á dag. Inni í þessum tíma er mælt með því að nota tvo daga á viku í styrktarþjálfun. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu mæla með því að allir fullorðnir hreyfi sig að lágmarki í 30 mínútur daglega. Einnig er ráðlagt að börn og unglingar hreyfi sig að lágmarki í klukkutíma á dag. Fyrir alla jafnt unga sem aldna gildir að vera ekki of lengi fyrir framan sjónvarpið, tölvuna og snjalltækin . Það er mikilvægt að standa reglulega upp og gera eitthvað annað til að minnka tímann sem fer í kyrrsetu og hreyfir við blóðrásarkerfinu. Aukum hlut jurtafæðis í mataræðinu – takmörkum unnar kjötvörur eða sleppum þeim Áfram er mesta áherslan lögð á jurtafæðið til að minnka líkur á krabbameinum og snýst þetta um að borða vel af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum og baunum. Fyrir alla þessa fæðuflokka gildir að borða fjölbreytt – Ef okkur finnst banani góður má samt líka borða fleiri ávaxtategundir til að tryggja fjölbreytni. Þannig fáum við fleiri næringarefni. Heilkornavörur eru vörur á borð við gróft brauð, hrökkbrauð, heilhveitipasta, hýðishrísgrjón, kínóa og ákveðnar tegundir af múslí og morgunkorni. Þessar vörur eru gjarnan merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Fæðutegundir sem mælt er með að takmarka eða sleppa eru rautt kjöt (hámark 500 grömm á viku) og þá sérstaklega unnar kjötvörur (reyktar og saltar vörur), fínar kornvörur (hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít hrísgrjón o.s.frv.), sykraðir drykkir og almennt mikið unnar matvörur eins og kex, kökur, djúpsteiktur matur sælgæti o.s.frv. Hér gildir að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og reyna að velja sem mest fæðutegundir sem eru lítið unnar. Vörur sem merktar eru með skráargatinu eru góður kostur með tilliti til næringargildis innan hvers vöruflokks. Best er að sleppa áfenginu Að lokum skal ítrekað að ekki eru til nein örugg mörk í neyslu á áfengi þegar kemur að krabbameinsáhættu. Áfengisneysla er tengd aukinni hættu á krabbameinum á sjö stöðum í líkamanum. Best er að sleppa áfengi, en ef við drekkum þá er mikilvægt að drekka hóflega. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu Heimildir og skylt efni: American Cancer Society guideline for diet and physical activity for cancer prevention Rautt eða hvítt? Heilsuráð Mottumars Heilsuvera Covid-19: Næring og matvæli
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar