Innlent

Bein útsending: Jafnrétti í breyttum heimi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þingið hefst klukkan tíu með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.
Þingið hefst klukkan tíu með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Jafnréttisþing fer fram í Hörpu í dag undir yfirskriftinni „Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin“. Sýnt verður frá þinginu í beinni útsendingu hér að neðan en þar verður fjallað um samspil jafnréttis- og umhverfismála í samhengi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Þingið hefst klukkan tíu með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en forsætisráðuneytið birti í morgun skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2018-2019. Hana má sjá hér á vef Stjórnarráðsins.

Í skýrslunni kemur fram að konur eru enn í minnihluta í stjórnum fyrirtækja, þó tíu ár séu frá setningu laga um kynjakvóta.

Frekari upplýsingar um þingið, fyrirlesara og dagskránna má sjá hér á vef þingsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.