Traust er forsenda þátttöku Arnar Páll Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun