Innlent

Mynd­band sýnir ægi­legan hama­gang hjá Þór í nótt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandinu, þar sem sjá má ölduna ganga yfir skipið.
Skjáskot úr myndbandinu, þar sem sjá má ölduna ganga yfir skipið. Skjáskot/Facebook

Veður var með „versta móti“ í nótt, þar sem varðskipið Þór var á siglingu djúpt undan Suðausturlandi. Myndband sem Landhelgisgæslan birtir á Facebook í dag sýnir ölduhæðina og hamaganginn í sjónum sem gekk yfir skipið.

„Ölduhæð náði 10 metrum og vindurinn um 50 hnútum í suðvestanátt,“ segir færslu Landhelgisgæslunnar.

„Í hamaganginum fékk skipið á sig brot sem náði upp að léttbát skipsins sem er í töluverðri hæð yfir sjávarmáli.“

Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, sýnir hvað kraftur ægis er mikill þegar hann er í þessum ham, líkt og segir í færslunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.