Fótbolti

Ótrúleg saga Alphonso Davies

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Davies í baráttunni við Mason Mount í leiknum í gær.
Davies í baráttunni við Mason Mount í leiknum í gær. Vísir/Getty

Hinn 19 ára gamli Alphonso Davies var frábær í vinstri bakverðinum hjá Bayern München er liðið pakkaði Chelsea saman 3-0 á Brúnni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.

Gary Lineker, fyrrum landsliðsframherji Englands og núverandi þáttastjórnandi Match of the Day, vakti athygli á þessu í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þar kemur fram að foreldrar Davies hafi flúið borgarastyrjöldina í Líberíu sem stóð frá 1989 til 1997 og kostaði 250 þúsund manns lífið. Davies fæddist þremur árum eftir að styrjöldinni lauk í flóttamannabúðum í Ghana. Þegar hann var fimm ára flutti hann til Kanada og er hann sem stendur með kanadískan ríkisborgararétt.

Rúmum 14 árum síðar er Davies svo orðinn lykilmaður í stórliði Bayern München. Eftir að hafa verið vængmaður á sínum, enn, yngri árum þá stefnir í að Davies verði með öflugri vinstri bakvörðum Evrópu næstu árin. 

Lagði hann upp þriðja og síðasta mark Bæjara í gær en hann hefur lagt upp fjögur mörk ásamt því að skora eitt í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Gnabry elskar að spila í London

Serge Gnabry, leikmaður Bayern München skoraði tvö mörk í kvöld er Bæjarar unnu Chelsea örugglega á Brúnni í Lundúnum. Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað jafn mörg mörk í London á tímabilinu og Alexandre Lacazette, framherji Arsenal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.