Sport

Annar sigur Íslands kom gegn Tyrkjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska landsliðið.
Íslenska landsliðið. Vísir/Íshokkísamband Íslands

Eftir tap gegn Ástralíu og sigur gegn Nýja-Sjálandi þá kom stærsti sigur Íslands á mótinu í gær er liðið lagði Tyrkland örugglega. Lokatölur 6-0 Íslandi í vil.

Fyrir leikinn hafði Ísland unnið einn leik og tapað einum en í gær var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Tyrkir áttu einfaldlega ekki roð í íslenska liðið sem komst yfir eftir aðeins sex mínútna leik með marki Silvíu Rán Björgvinsdóttur. Teresa Snorradóttir skoraði skömmu eftir það og hin 15 ára Hilma Bóel Bergsdóttir skoraði svo þriðja mark Íslands. 

Silvía Rán skoraði næstu tvö mörk Íslands og var þar með komin með þrennu áður en Sunna Björgvinsdóttir bætt við sjötta markinu undir lok leiks. Lokatölur 6-0 og annar sigur Íslands í höfn.

Næsti leikur liðsins er síðar í dag gegn Króatíu sem á enn eftir að vinna leik á mótinu sem fram fer á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×