Þetta eru aðgerðirnar sem ráðast á í vegna fárviðris og snjóflóða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2020 09:21 Miklar skemmdir urðu í höfninni á Flateyri þegar snjóflóð féllu í janúar. Vísir/Egill Flýta á jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku um allt land svo henni verði að mestu lokið árið 2025 í stað ársins 2035. Þá á uppbyggingu ofanflóðavarna að vera að fullu lokið árið 2030. Þetta er á meðal tillagna sem átakshópur sem skipaður var eftir óveðrið í desember leggur til í skýrslu sinni. Vinna hópsins tók einnig inn í reikninginn snjóflóðin á Flateyri og Súgandafirði. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 10 til að fjalla nánar um tillögurnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 230 veðurviðvaranir á áttatíu dögum Fárviðri gekk yfir Ísland 9. og 10. desember og olli miklu tjóni. Samgöngur stöðvuðust og atvinnulífið lamaðist á þeim svæðum sem verst urðu úti. Miklar truflanir urðu í flutnings- og dreifikerfi raforku sem hafði afleidd áhrif á fjarskiptakerfi og leiddi til sambandsleysis við umheiminn á stórum svæðum. Óveðrið 10. og 11. desember hafði mikil áhrif á landsmenn, sér í lagi á Norðurlandi.Jóhann K. Ríkisstjórnin skipaði átakshóp um úrbætur í innviðum í kjölfar fárviðrisins. Hópurinn leitaði til sveitarfélaga, innviðafyrirtækja og stofnana til að fá sýn þeirra á nauðsynlegar úrbætur í innviðum. Fárviðrið í desember er ekki eina óveðrið sem gengið hefur yfir landið veturinn 2019–2020. Sex sinnum var lýst yfir rauðri veðurviðvörun og 224 appelsínugulum eða gulum viðvörunum frá 1. desember til 20. febrúar. Jafnframt féllu snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar síðastliðinn og óvissustigi hefur verið lýst vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Átakshópurinn segir alla þessa atburðir hafa haft áhrif á störf átakshópsins og leitt til aukinnar samfélagslegrar umræðu um mikilvægi traustra og öruggra innviða. Aðgerðir vegna óveðurs Átakshópurinn leggur til fjölmargar aðgerðir til að styrkja innviði landsins í kjölfar óveðursins. Þær snúa meðal annars að: • úrbótum á varaafli, • auknum áreiðanleika raforku- og fjarskiptakerfa, • skilgreiningu á hlutverki og mönnun fyrirtækja og stofnana, • samræmingu skipulags innviða, • eflingu almannavarnakerfisins, • fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og • eflingu rannsókna og vöktunar á náttúruvá. Í skýrslunni segir að margvíslegt tjón hafi orðið af fárviðrinu og ekki allt metið til fjár. Beint tjón raforkufyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja og stofnana ríkisins hafi numið um einum milljarði króna, þar af um tveir þriðju hjá raforkufyrirtækjum. Tjón atvinnufyrirtækja, bænda og heimila liggi ekki fyrir og komi ekki allt í ljós fyrr en síðar á árinu. Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins voru færðar upp á rautt stig á fjórum landsvæðum þann 13. febrúar.Vísir/vilhelm Átakshópurinn fékk ráðgjafarfyrirtækið KPMG til að meta kostnað samfélagsins af stöðvun atvinnulífs um land allt í einn dag og var niðurstaða þess mats að kostnaðurinn næmi 1,7 milljörðum króna. Aðrar aðgerðir vegna innviðauppbyggingar Átakshópurinn leggur auk framangreinds til fjölmargar aðgerðir sem byggjast á stefnu stjórnvalda í viðkomandi málaflokkum, samþykktum stefnum og áætlunum, áhættumati þjóðaröryggisráðs og almannavarna og upplýsingum sérfræðinga, stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga. Helstu aðgerðir eru: 1. Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt þannig að árið 2025 verði henni lokið að langmestu leyti í stað ársins 2035. 2. Tillögur til einföldunar og aukinnar skilvirkni í leyfisveitingum vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. 3. Framkvæmdum í svæðisflutningskerfi raforku, sem ekki eru á tíu ára kerfisáætlun Landsnets, verði flýtt. 4. Trygging á framboði varma til hitaveitna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, í nafni almannahagsmuna og orkuöryggis, með könnun á varmastöð í Krýsuvík. 5. Grunnnet fjarskipta verði byggt upp með hliðsjón af aðgengi og öryggi og tengingu Íslands við umheiminn. 6. Öryggi verði haft í fyrirrúmi við allar ákvarðanir í samgöngumálum. 7. Efling almannavarnakerfisins og heildstæð vöktun náttúruvár. 8. Uppbyggingu ofanflóðavarna verði lokið árið 2030. 9. Varaafl fyrir raforku og fjarskipti endurskilgreint og eflt. 10. Samræmd stefnumótun í málefnum innviða og áætlunum ríkisins. Aðgerðaáætlun á www.innvidir2020.is Átakshópurinn gerði aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar innviða fram til 2030 með nýjum verkefnum en einnig verkefnum sem liggja fyrir í samþykktum áætlunum ríkisins, sveitarstjórna og fyrirtækja. Aðgerðaáætlunina má finna á vefsíðunni innvidir2020.is. Þar má smella á einstaka landshluta til að sjá aðgerðir í hverjum hluta fyrir sig. Fjöldi rafmagnsstaura brotnaði á Norðurlandi í óveðrinu sem þar gekk yfir í desember.vísir/egill Í henni eru 540 aðgerðir, þar af eru 194 nýjar aðgerðir og 40 aðgerðir sem lagt er til að verði flýtt í framkvæmdaáætlunum Landsnets og dreifiveitna. Aðrar aðgerðir eru þegar innan núverandi framkvæmda- og fjármálaáætlana. Samráð um þessar aðgerðir er opið á samradsgatt.is frá því í dag og til 31. mars 2020. Flýting framkvæmda og kostnaður Flýting framkvæmda í flutnings- og dreifikerfi raforku, af hálfu Landsnets og RARIK, nemur um 12 milljörðum króna (heildarkostnaður framkvæmda) og flýting ofanflóðavarna um 15 milljörðum króna, eða samtals flýting framkvæmda um 27 milljarða króna. Til viðbótar eru ýmis verkefni sem tengjast varaafli, vöktun náttúruvár og skipulagi og samhæfingu innviða. Áætla má að innviðafjárfestingar í orkugeiranum (rafmagn og hitaveitur), fjarskiptum, samgöngum, ofanflóðavörnum og fráveitum muni nema um 90 milljörðum króna á ári fram til 2030. Virkjanaframkvæmdir eru hér undanskildar. Aðgerðaáætlun um innviði getur nýst sem grunnur í frekari stefnumótun um innviðauppbyggingu eða ákvörðun um flýtingu fleiri framkvæmda. Almannavarnir Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Flýta á jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku um allt land svo henni verði að mestu lokið árið 2025 í stað ársins 2035. Þá á uppbyggingu ofanflóðavarna að vera að fullu lokið árið 2030. Þetta er á meðal tillagna sem átakshópur sem skipaður var eftir óveðrið í desember leggur til í skýrslu sinni. Vinna hópsins tók einnig inn í reikninginn snjóflóðin á Flateyri og Súgandafirði. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 10 til að fjalla nánar um tillögurnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 230 veðurviðvaranir á áttatíu dögum Fárviðri gekk yfir Ísland 9. og 10. desember og olli miklu tjóni. Samgöngur stöðvuðust og atvinnulífið lamaðist á þeim svæðum sem verst urðu úti. Miklar truflanir urðu í flutnings- og dreifikerfi raforku sem hafði afleidd áhrif á fjarskiptakerfi og leiddi til sambandsleysis við umheiminn á stórum svæðum. Óveðrið 10. og 11. desember hafði mikil áhrif á landsmenn, sér í lagi á Norðurlandi.Jóhann K. Ríkisstjórnin skipaði átakshóp um úrbætur í innviðum í kjölfar fárviðrisins. Hópurinn leitaði til sveitarfélaga, innviðafyrirtækja og stofnana til að fá sýn þeirra á nauðsynlegar úrbætur í innviðum. Fárviðrið í desember er ekki eina óveðrið sem gengið hefur yfir landið veturinn 2019–2020. Sex sinnum var lýst yfir rauðri veðurviðvörun og 224 appelsínugulum eða gulum viðvörunum frá 1. desember til 20. febrúar. Jafnframt féllu snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar síðastliðinn og óvissustigi hefur verið lýst vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Átakshópurinn segir alla þessa atburðir hafa haft áhrif á störf átakshópsins og leitt til aukinnar samfélagslegrar umræðu um mikilvægi traustra og öruggra innviða. Aðgerðir vegna óveðurs Átakshópurinn leggur til fjölmargar aðgerðir til að styrkja innviði landsins í kjölfar óveðursins. Þær snúa meðal annars að: • úrbótum á varaafli, • auknum áreiðanleika raforku- og fjarskiptakerfa, • skilgreiningu á hlutverki og mönnun fyrirtækja og stofnana, • samræmingu skipulags innviða, • eflingu almannavarnakerfisins, • fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og • eflingu rannsókna og vöktunar á náttúruvá. Í skýrslunni segir að margvíslegt tjón hafi orðið af fárviðrinu og ekki allt metið til fjár. Beint tjón raforkufyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja og stofnana ríkisins hafi numið um einum milljarði króna, þar af um tveir þriðju hjá raforkufyrirtækjum. Tjón atvinnufyrirtækja, bænda og heimila liggi ekki fyrir og komi ekki allt í ljós fyrr en síðar á árinu. Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins voru færðar upp á rautt stig á fjórum landsvæðum þann 13. febrúar.Vísir/vilhelm Átakshópurinn fékk ráðgjafarfyrirtækið KPMG til að meta kostnað samfélagsins af stöðvun atvinnulífs um land allt í einn dag og var niðurstaða þess mats að kostnaðurinn næmi 1,7 milljörðum króna. Aðrar aðgerðir vegna innviðauppbyggingar Átakshópurinn leggur auk framangreinds til fjölmargar aðgerðir sem byggjast á stefnu stjórnvalda í viðkomandi málaflokkum, samþykktum stefnum og áætlunum, áhættumati þjóðaröryggisráðs og almannavarna og upplýsingum sérfræðinga, stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga. Helstu aðgerðir eru: 1. Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt þannig að árið 2025 verði henni lokið að langmestu leyti í stað ársins 2035. 2. Tillögur til einföldunar og aukinnar skilvirkni í leyfisveitingum vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. 3. Framkvæmdum í svæðisflutningskerfi raforku, sem ekki eru á tíu ára kerfisáætlun Landsnets, verði flýtt. 4. Trygging á framboði varma til hitaveitna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, í nafni almannahagsmuna og orkuöryggis, með könnun á varmastöð í Krýsuvík. 5. Grunnnet fjarskipta verði byggt upp með hliðsjón af aðgengi og öryggi og tengingu Íslands við umheiminn. 6. Öryggi verði haft í fyrirrúmi við allar ákvarðanir í samgöngumálum. 7. Efling almannavarnakerfisins og heildstæð vöktun náttúruvár. 8. Uppbyggingu ofanflóðavarna verði lokið árið 2030. 9. Varaafl fyrir raforku og fjarskipti endurskilgreint og eflt. 10. Samræmd stefnumótun í málefnum innviða og áætlunum ríkisins. Aðgerðaáætlun á www.innvidir2020.is Átakshópurinn gerði aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar innviða fram til 2030 með nýjum verkefnum en einnig verkefnum sem liggja fyrir í samþykktum áætlunum ríkisins, sveitarstjórna og fyrirtækja. Aðgerðaáætlunina má finna á vefsíðunni innvidir2020.is. Þar má smella á einstaka landshluta til að sjá aðgerðir í hverjum hluta fyrir sig. Fjöldi rafmagnsstaura brotnaði á Norðurlandi í óveðrinu sem þar gekk yfir í desember.vísir/egill Í henni eru 540 aðgerðir, þar af eru 194 nýjar aðgerðir og 40 aðgerðir sem lagt er til að verði flýtt í framkvæmdaáætlunum Landsnets og dreifiveitna. Aðrar aðgerðir eru þegar innan núverandi framkvæmda- og fjármálaáætlana. Samráð um þessar aðgerðir er opið á samradsgatt.is frá því í dag og til 31. mars 2020. Flýting framkvæmda og kostnaður Flýting framkvæmda í flutnings- og dreifikerfi raforku, af hálfu Landsnets og RARIK, nemur um 12 milljörðum króna (heildarkostnaður framkvæmda) og flýting ofanflóðavarna um 15 milljörðum króna, eða samtals flýting framkvæmda um 27 milljarða króna. Til viðbótar eru ýmis verkefni sem tengjast varaafli, vöktun náttúruvár og skipulagi og samhæfingu innviða. Áætla má að innviðafjárfestingar í orkugeiranum (rafmagn og hitaveitur), fjarskiptum, samgöngum, ofanflóðavörnum og fráveitum muni nema um 90 milljörðum króna á ári fram til 2030. Virkjanaframkvæmdir eru hér undanskildar. Aðgerðaáætlun um innviði getur nýst sem grunnur í frekari stefnumótun um innviðauppbyggingu eða ákvörðun um flýtingu fleiri framkvæmda.
Almannavarnir Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira