Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Fjallað verður um verkfall Eflingar sem á að hefjast á miðnætti í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um ungan mann sem þjáist af sjaldgæfum svefnsjúkdómi en þarf að flytja sjálfur inn lyfin til Íslands og greiða áðra milljón króna á ári fyrir þau. 

Þá verður sýnt frá mótmælum við dómsmálaráðuneytið í dag þar sem mótmælt var brottvísun trans drengs og fjölskyldu hans. Við sýnum frá flóðum í Bretlandi, fjöllum um persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar og sýnum frá danshátíð á Flúðum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.