Fótbolti

Í beinni í dag: Evrópu­meistarar Liver­pool og spennandi slagur í Dort­mund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland og Salah eru báðir líklegir til þess að skora í dag.
Håland og Salah eru báðir líklegir til þess að skora í dag. vísir/getty

Meistaradeildin snýr aftur á Stöð 2 Sport í kvöld er 16-liða úrslitin hefjast. Evrópumeistarar Liverpool verða í eldlínunni í kvöld og einnig er spennandi viðureign í Þýskalandi.

Liverpool mætir Atletico Madrid á útivelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Flautað verður til leiks klukkan 19.55 en Atletico verður án stórstjörnunnar Joao Felix.

Liverpool á góðar minningar frá Madríd því það var einmitt á þessum velli, Wanda Metropolitano-leikvanginum, sem liðið varð Evrópumeistari eftir sigur á Tottenham í júnímánuði.


Í Þýskalandi fer svo fram ansi áhugaverð viðureign er frönsku meistarararnir í PSG mæta Dortmund. Bæði lið eru þekkt fyrir sinn sóknarleik og verður gaman að sjá hvort Erling Braut Håland haldi áfram að skora í Meistaradeildinni.

Byrjað verður að hita upp fyrir leiki kvöldsins klukkan 19.15 en að báðum leikjum loknum verða svo Meistaradeildarmörkin þar sem farið verður yfir helstu atvik í leikjunum tveimur og leikirnir greindir.Allar útsendingar næstu daga má sjá hér, á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar dagsins:
19.15 Meistaradeildin - upphitun (Stöð 2 Sport)
19.55 Atletico Madrid - Liverpool (Stöð 2 Sport)
19.55 Borussia Dortmund - PSG (Stöð 2 Sport 2)
22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.