Innlent

Ó­vissu­stig vegna snjó­flóða­hættu í Ólafs­fjarðar­múla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á þessu korti Vegagerðarinnar er Ólafsfjarðarmúli merktur með hættumerki.
Á þessu korti Vegagerðarinnar er Ólafsfjarðarmúli merktur með hættumerki.

Vegagerðin lýsti í kvöld yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla. Fyrr í dag hafði verið tilkynnt að snjóflóðahætta væri möguleg þar næsta sólarhringinn.

Þá er snjóflóðahætta möguleg í Súðavíkurhlíð næsta sólarhringinn.

Vetrarfærð er í flestum landshlutum, víða hálka eða hálkublettir en flughálka á nokkrum stöðum, það er á Skógarströnd og á Dragavegi, Hjallahálsi, í Jökuldal og um Möðrudalsöræfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×