Sport

Amma kú­rekans stal senunni eftir bar­dagann gegn Conor | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor og amman fallast í faðma.
Conor og amman fallast í faðma. vísir/getty

Þrátt fyrir að það hafi tekið Conor McGregor einungis 40 sekúndur að klára „kúrekann„“ Donald Cowboy Cerrone, í bardaga helgarinnar þá var það hins vegar amma kúrekans sem stal senunni eftir bardagann.

Skömmu eftir bardagann, sem tók stutta stund, var amma kúrekans, Jerry Cerone, bætt í hringinn og faðmaði Conor duglega.

Hann var auðmjúkur eftir leikinn og talaði bæði vel um strákinn og ömmu hans.



„Hún er stórkostlegt þessi kona. Hún var þarna frá fyrsta bardaganum þangað til þess síðast. Meira segja eftir bardagann kom hún til mín og sýndi mér virðingu. Ég sýndi henni virðingu og það var frábært að hitta hana,“ sagði Írinn.

„Þú sérð hana. Hún er stór hluti af leiknum. Donald barðist og þvílíkur maður sem hún hefur alið upp. Ég er mjög, mjög, mjög stoltur að vera í sama kring og Donald. Hann er góður maður og það er gott fólk á bakvið hann.“



Amma Cerone er þekkt innan bardagaheimsins en hún hefur stutt duglega við bakið á barnabarninu. Hún hefur mætt á flest alla bardaga Donald í gegunm tíðina.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×