Sport

Conor kláraði „kú­rekann“ á 40 sekúndum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor fagnar í nótt.
Conor fagnar í nótt. vísir/getty

Conor McGregor snéri aftur í hringinn í nótt er hann barðist við Donald Cerrone, betur þekktur sem kúrekinn.

Bardaginn var hluti af UFC 246 sem fór fram í Las Vegas, nánar tiltekið í T-Mobile höllinni.Þetta var fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í MMA síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018.

Írinn talaði mikið um hvað hann væri í góðu formi fyrir bardagann og það mátti sjá en hann var ekki lengi að afgreiða Kúrekann.
Það tók hann einungis 40 sekúndur. Conor náði höggum í upphafi bardagans og háspark Conors náði Cerrone í gólfið. Hann fylgdi því á eftir með höggum þangað til dómarinn stöðvaði bardagann.

„Ég skrifaði mig í sögubækurnar. Ég setti nýtt met. Ég er sá fyrsti í UFC sögunni til að vinna í fjaðurvigt, léttvigt og nú í veltivigt svo ég er stoltur af því,“ sagði McGregor.
Hann hafði ekki unnið bardaga í UFC síðan hann vann titilinn í nóvember 2016.

MMA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.