Sport

Conor kláraði „kú­rekann“ á 40 sekúndum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor fagnar í nótt.
Conor fagnar í nótt. vísir/getty

Conor McGregor snéri aftur í hringinn í nótt er hann barðist við Donald Cerrone, betur þekktur sem kúrekinn.Bardaginn var hluti af UFC 246 sem fór fram í Las Vegas, nánar tiltekið í T-Mobile höllinni.Þetta var fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í MMA síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018.Írinn talaði mikið um hvað hann væri í góðu formi fyrir bardagann og það mátti sjá en hann var ekki lengi að afgreiða Kúrekann.

Það tók hann einungis 40 sekúndur. Conor náði höggum í upphafi bardagans og háspark Conors náði Cerrone í gólfið. Hann fylgdi því á eftir með höggum þangað til dómarinn stöðvaði bardagann.„Ég skrifaði mig í sögubækurnar. Ég setti nýtt met. Ég er sá fyrsti í UFC sögunni til að vinna í fjaðurvigt, léttvigt og nú í veltivigt svo ég er stoltur af því,“ sagði McGregor.

Hann hafði ekki unnið bardaga í UFC síðan hann vann titilinn í nóvember 2016.

Tengd skjöl

MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.