Innlent

Ferða­maður í vímu á bíla­leigu­bíl sagður „skutlari“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþegi í bílnum kvaðst vera að notfæra sér skutlþjónustu ferðamannsins.
Farþegi í bílnum kvaðst vera að notfæra sér skutlþjónustu ferðamannsins. Vísir/Vilhelm

Erlendur ferðamaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í Hafnarfirði í nótt er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið á bílaleigubíl. Þá er haft eftir farþega í bílnum að hann hafi fundið manninn á svokallaðri „skutlarasíðu“ á netinu og væri að nýta sér „skutlþjónustu“ hans.

Þá stöðvaði lögregla tvær bifreiðar í nótt, aðra í Laugardalnum og hina í Árbæ. Ökumennirnir eru báðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna og brot á vopnalögum. Þá er annar einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Bifreið var svo ekið út af á Elliðavatnsvegi seint á öðrum tímanum í nótt. Engan sakaði við óhappið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.