Innlent

Ferða­maður í vímu á bíla­leigu­bíl sagður „skutlari“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþegi í bílnum kvaðst vera að notfæra sér skutlþjónustu ferðamannsins.
Farþegi í bílnum kvaðst vera að notfæra sér skutlþjónustu ferðamannsins. Vísir/Vilhelm

Erlendur ferðamaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í Hafnarfirði í nótt er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið á bílaleigubíl. Þá er haft eftir farþega í bílnum að hann hafi fundið manninn á svokallaðri „skutlarasíðu“ á netinu og væri að nýta sér „skutlþjónustu“ hans.

Þá stöðvaði lögregla tvær bifreiðar í nótt, aðra í Laugardalnum og hina í Árbæ. Ökumennirnir eru báðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna og brot á vopnalögum. Þá er annar einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Bifreið var svo ekið út af á Elliðavatnsvegi seint á öðrum tímanum í nótt. Engan sakaði við óhappið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.