Innlent

Loksins „kær­komið hlé á ó­veðurslægðum“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Veðurfræðingur mælir með að landsmenn njóti janúarveðursins á meðan það er til friðs.
Veðurfræðingur mælir með að landsmenn njóti janúarveðursins á meðan það er til friðs. Vísir/vilhelms

Spáð er austan- og norðaustanvindum með snjókomu eða éljum víða á landinu í dag en hvassviðri á Vestfjörðum um tíma. Það virðist þó stefna í „kærkomið hlé“ á óveðurslægðunum sem hafa hrellt Íslendinga á nýja árinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.

Ferðalangar eru samt sem áður hvattir til að kanna vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er af stað í dag.

Á morgun ríkir suðaustankaldi með slyddu- eða snjóéljum en rofar til fyrir norðan. Hiti helst nærri frostmarki við sjávarsíðuna en búast má við nokkru frosti inn til landsins. Þá má búast við rólegheitaveðri fram eftir vikunni.

„En veðurspár verða ótryggar þegar nær dregur helgi. Því um að gera að njóta janúarveðursins á meðan það er til friðs,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá er vetrarfærð í öllum landshlutum í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Verið er að hreinsa vegi eftir nóttina en langleiðir á Vestfjörðum eru enn ófærar eða lokaðar. Þar er jafnframt hvasst á fjallvegum. Þá er varað við flughálku í Hvalfirði.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Suðaustan og austan 8-15 m/s og snjó- eða slydduél, hvassast syðst, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti kringum frostmark.Á þriðjudag:

Norðaustlæg átt, 8-15 m/s og víða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið S- og V-lands. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag:

Austlæg átt með éljum víða á landinu, yfileitt bjartviðri SV til. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-lands og áfram svalt fremur veður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.