Körfubolti

Tiger fékk að vita tíðindin hræði­legu nokkrum mínútum eftir að hafa lokið keppni í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar

Tiger Woods náði sér ekki á strik í PGA-mótaröðinni um helgina en viðtalið við hann eftir keppnina var ansi tilfinningaþrungið.

Hann hafði nefnilega skömmu áður fengið að vita það að góður vinur hans, Kobe Bryant, hafði látist í þyrluslysi.

Það var kylfusveinn Tiger sem sagði honum fréttirnar einungis nokkrum mínútum eftir fjórða hringinn á Farmers Insurance mótinu í gær.

„Ég vissi þetta ekki fyrr en Joey sagði mér það þegar við gengum af 18. flötinni. Ég vissi ekki afhverju fólkið sem fylgdi mér var að segja mér að gera þetta fyrir Mamba,“ sagði Tiger eftir hringinn.

Kobe var yfirleitt kallaður Black Mamba en Kobe og Tiger voru góðir kunningjar.

„Núna skil ég afhverju. Þetta er áfall fyrir alla og ég er ótrúlega dapur. Þetta er sorgardagur en ég er enn að átta mig á þessu því mér var sagt þetta fyrir aðeins fimm mínútum,“ sagði Tiger.


Tengdar fréttir

Þykk þoka nefnd sem líklegur sökudólgur

Talið er líklegt að rannsókn á þyrluslysinu sem dró körfuboltastjörnuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra til dauða muni einkum beinast að veðuraðstæðum sem voru fyrir hendi þegar slysið varð. Þoka var á svæðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×