Sport

Í beinni í dag: Olís-deildin snýr aftur með tví­höfða og undan­úr­slit á Eng­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fínasta dagskrá á Sportinu í kvöld.
Fínasta dagskrá á Sportinu í kvöld. visir/skjáskot

Það er flott dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld en þrjár beinar útsendingar eru á dagskránni.

Aston Villa og Leicester mætast í síðari leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en sigurvegarinn mætir Man. City eða Man. Utd í úrslitaleiknum.

Olís-deildin hefst svo aftur eftir langt frí og er því boðið upp á tvíhöfða á skjám landsmanna í kvöld.

ÍBV er í 6. sætinu með 16 stig en Valur er í þriðja sætinu með 19 stig. Valur vann átta leiki í röð fyrir hléið.

Í síðari leik kvöldsins mætast svo Afturelding og FH. Afturelding var eitt besta liðið fyrir áramót og er liðið í 2. sætinu með 22 stig en Fimleikafélagið er í sjöunda sætinu með 16 stig.

Beinar útsendingar dagsins:
18.20 ÍBV - Valur (Stöð 2 Sport)
19.40 Aston Villa - Leicester (Stöð 2 Sport 2)
20.00 Afturelding - FH (Stöð 2 Sport)

Allar beinu útsendingar næstu daga má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.