Sport

Djokovic skrifaði hjartnæm skilaboð til Kobe og Gigi á myndavélarlinsuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Djokovic skrifar á myndavélarlinsuna.
Djokovic skrifar á myndavélarlinsuna. vísir/getty

Eftir sigurinn á Milos Raonic í átta manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis í gær sendi Novak Djokovic Kobe Bryant og dóttur, hans Giönnu, hjartnæm skilaboð.

Kobe, Gianna og sjö aðrir fórust í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudaginn. 

Kobe og Djokovic þekktust vel og Serbinn syrgir nú vin sinn.

Eftir sigurinn á Raonic í átta manna úrslitunum á Opna ástralska skrifaði Djokovic skilaboð til Kobe og Gigi, eins og dóttir hans var jafnan kölluð, á myndavélarlinsu.

„KB 8 24 Gigi. Love you,“ skrifaði Djokovic og teiknaði hjarta utan um orðin.

Kveðjuna má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Skrifaði skilaboð til Kobe og dóttur hans

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.