Körfubolti

Meira en tvær milljónir manna vilja að Kobe verði fyrirmyndin af nýju NBA lógó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ein hugmyndin um að breyta NBA lógóinu.
Ein hugmyndin um að breyta NBA lógóinu. Skjámynd/Twitter/@new_branches

Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla sem koma að NBA-deildinni, ekki aðeins fyrir þá sem þekktu hann persónulega heldur fyrir alla sem höfðu fylgst með og dáðst af honum í öll þessi ár.

Fólk hefur minnst Kobe Bryant með margskonar hættu og mörg tár hafa fallið enda erfitt fyrir fólk að sætta sig við að missa þennan stórbrotna sendiherra körfuboltans á slíkan hátt.

Margir vilja nú heiðra minningu Kobe Bryant með því að láta breyta merki eða lógó NBA-deildarinnar.

Undirskriftalisti fyrir að láta Kobe verða fyrirmyndina af nýju NBA lógó hefur farið um netheima síðasta rúma sólarhringinn og það er óhætt að segja að undirteknirnar hafi verið góðar.



Meira en tvær milljónir manna hafa skrifað undir þessa beiðni um að breyta merki deildarinnar. Það bætist stanslaust við og ekki fjarlægt að talan verði komin upp í þrjár milljónir en það má fylgjast með þessu hér.

NBA-deildin hefur aldrei beint viðurkennt það að Jerry West sé fyrirmyndin af núverandi merki en flestir körfuboltaáhugamenn eru hins vegar þess fullvissir.

Maður sem kallar sig „Nick M“ setti undirskriftalistann af stað. „Vegna ótímabærs og óvænts fráfalls Kobe Bryant biðjum við þig um að skrifa undir þessa beiðni um að gera hann ódauðlegan sem nýja lógó NBA-deildarinnar,“ segir í beiðninni sem er stíluð á NBA-deildina og yfirmann hennar Adam Silver.

NBA lógóið í dag var hannað árið 1969 og tekið í notkun árið 1971. Það er almennt talið vera gert eftir mynd af NBA goðsögninni Jerry West. Það var síðan Jerry West sem átti mikinn þátt í því að Kobe Bryant kom til Los Angeles Lakers á sínum því hann skipti á Vlade Divac og Kobe Bryant sem hafði þá verið valinn þrettándi í nýliðavalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×