Handbolti

Wilbek hefur litlar áhyggjur þrátt fyrir tapið gegn Íslandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilbek þjálfaði bæði karla- og kvennalandslið Danmerkur með góðum árangri. Hann er borgarstjóri Viborg í dag.
Wilbek þjálfaði bæði karla- og kvennalandslið Danmerkur með góðum árangri. Hann er borgarstjóri Viborg í dag. vísir/getty

Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana, hefur litlar áhyggjur af stöðu mála hjá Dönum þrátt fyrir að heims- og Ólympíumeistararnir hafi tapað fyrir Íslendingum, 30-31, á EM handbolta í gær.

„Ég þekki bæði liðið og þjálfarann [Nikolaj Jacobsen] nógu vel til að vita að þeir fara ekki á taugum. Þvert á móti munu þeir bregðast við og hafa gert það áður,“ sagði Wilbek á TV 2 eftir leikinn.

„Já, við töpuðum fyrir Íslandi. En ef við áttum að tapa fyrir einhverjum var betra að tapa fyrir Íslandi en t.d. Noregi eða Frakklandi. Íslendingar spiluðu sinn allra besta leik í dag. Ég held að það sé óhætt að segja það,“ bætti Wilbek við.

Næsti leikur Dana er gegn Ungverjum annað kvöld. Þeir mæta svo Rússum á miðvikudaginn.

Gróf undan Guðmundi

Guðmundur og Wilbek þegar sá fyrrnefndi var kynntur sem þjálfari danska landsliðsins. vísir/getty

Wilbek þjálfaði danska karlalandsliðið á árunum 2005-14 og gerði það tvisvar að Evrópumeisturum (2008 og 2012).

Við starfi hans tók Guðmundur Guðmundsson. Wilbek hélt þó áfram að starfa fyrir danska handknattleikssambandið sem íþróttastjóri.

Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum 2016. Wilbek sagði starfi sínu lausu eftir leikana eftir að upp komst að hann hafði grafið undan Guðmundi á meðan þeim stóð. Wilbek er sagður hafa spurt leikmenn danska liðsins um hvort þeir vildu losna við Guðmund. Leikmennirnir svöruðu því neitandi.

Guðmundur hætti með danska liðið haustið 2017 og tók við Barein. Hann tók svo við íslenska landsliðinu í þriðja sinn eftir EM 2018.

Guðmundur launaði Dönum lambið gráa með því að stýra Íslendingum til sigurs í gær.

Hann sagði að leikurinn í gær hafi verið með þeim bestu og eftirminnilegustu á löngum þjálfaraferli.

„Þessi er á topp fimm hjá mér. Alveg klárlega. Það var mikilvægt að byrja mótið vel og persónulega fyrir mig var þetta mikilvægt svar. Mér leið mjög vel er ég sofnaði og var hálfklökkur eftir leikinn. Ég var búinn að undirbúa þennan leik í marga mánuði,“ sagði Guðmundur. Viðtal við hann má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Strákarnir hafa klúðrað svona stöðu tvö EM í röð

Sigur strákanna okkar á Dönum í gær var frækinn og glæsilegur. Þetta er fjórða mótið í röð sem strákarnir byrja svona vel en þeim tókst samt að klúðra frábærri stöðu í síðustu tveimur keppnum og fara heim eftir riðlakeppnina.

Svona var blaðamannafundur HSÍ í dag

HSÍ var með blaðamannafund í Malmö í dag þar sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum ásamt þremur leikmönnum liðsins.

Guðmundur: Þessi sigur er á topp fimm hjá mér

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að leikurinn gegn Dönum í gær hafi verið einn besti leikur í sögu landsliðsins. Hann er líka ofarlega á hans eigin afrekalista.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.