Handbolti

Guðmundur: Erum vel meðvitaðir um hvernig þetta fór á síðustu mótum

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur var líflegur á hliðarlínunni í gær.
Guðmundur var líflegur á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Það var bjart yfir strákunum okkar í Malmö í dag eftir frábæran sigur á Dönum í gær. Góð byrjun á EM hefur ekki verið vísir á frekari árangur á síðustu mótum og menn eru vel meðvitaðir um það og ætla ekki að klúðra þessu tækifæri.

„Við erum svo meðvitaðir um það að strax eftir leik í gær fóru strákarnir saman í hring og ég vissi svo sem ekkert hvað þeir voru að tala um,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.

„Svo kem ég og treð mér inn í hringinn og segist vilja tala við þá og þá voru þeir þegar búnir að tala um þessa upplifun af síðustu tveimur Evrópumótum og það segir hversu ofarlega það er í huga okkar.“

Guðmundur er ekki þekktur fyrir að sofa mikið á stórmótum og það varð engin breyting á því í gær enda byrjaður að hugsa um Rússana.

„Ég svaf mjög lítið. Maður þurfti að ná sér niður og svo fór ég að horfa á leikinn okkar og fór vel yfir hann. Svo funduðum við í morgun og byrjuðum að kortleggja Rússana. Það er mikilvægt að við undurbúum okkur sem best.“

Klippa: Guðmundur með báða fætur á jörðinni

 


Tengdar fréttir

Strákarnir hafa klúðrað svona stöðu tvö EM í röð

Sigur strákanna okkar á Dönum í gær var frækinn og glæsilegur. Þetta er fjórða mótið í röð sem strákarnir byrja svona vel en þeim tókst samt að klúðra frábærri stöðu í síðustu tveimur keppnum og fara heim eftir riðlakeppnina.

Svona var blaðamannafundur HSÍ í dag

HSÍ var með blaðamannafund í Malmö í dag þar sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum ásamt þremur leikmönnum liðsins.

Guðmundur: Þessi sigur er á topp fimm hjá mér

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að leikurinn gegn Dönum í gær hafi verið einn besti leikur í sögu landsliðsins. Hann er líka ofarlega á hans eigin afrekalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×