Handbolti

Guðmundur: Þessi sigur er á topp fimm hjá mér

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur á hliðarlínunni í gær.
Guðmundur á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að leikurinn gegn Dönum í gær hafi verið einn besti leikur í sögu landsliðsins. Hann er líka ofarlega á hans eigin afrekalista.

„Þetta er einn besti landsleikur Íslands frá. Við vorum að spila við besta landslið heims og það er mælikvarðinn. Ef við getum unnið þá nánast á sínum heimavelli þá hlýtur þessi leikur að fara í sögubækurnar sem einn besti landsleikur Íslands fyrr og síðar,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.

„Þessi er á topp fimm hjá mér. Alveg klárlega. Það var mikilvægt að byrja mótið vel og persónulega fyrir mig var þetta mikilvægt svar. Mér leið mjög vel er ég sofnaði og var hálfklökkur eftir leikinn. Ég var búinn að undirbúa þennan leik í marga mánuði.“

Klippa: Einn besti leikur á ferli Guðmundar

Tengdar fréttir

Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa

Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×