Grænkerakrásir Guðrúnar tilnefnd til Gourmand-verðlaunanna Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2020 16:30 Guðrún Sóley tilnefnd til verðlauna fyrir bók sína. mynd/Rut Sigurðardóttir Matreiðslubók fjölmiðlakonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, Grænkerakrásir, var á dögunum tilnefnd í tveimur flokkum til alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaunanna, annars vegar í flokki bóka um grænkerafæði og hins vegar í flokki skandínavískra bóka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu Sölku. Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um tilnefningu árlega en tilkynnt er um sigurvegara snemma sumars á viðburðum í París og Macao í Kína. Gourmand-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. Grænkerakrásir komu út fyrir jólin í fyrra. Guðrún Sóley hefur alla tíð verið matargat og sælkeri sem veit fátt betra en að borða góðan mat, helst með mikilli sósu, í góðum félagsskap. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að stíga skrefið til fulls og verða alfarið vegan. Þá hófst nýr kafli sem sneri að því að fóta sig með ný hráefni og nýjar forsendur í matargerð. „Sá kafli stendur enn yfir og er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Guðrún Sóley og bætir við: „Heill heimur opnaðist fyrir mér og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar.“ Veganismi er ekki tiltekið mataræði, hann er ekki meinlætastefna og allra síst megrun. Hann er hugmyndafræði sem miðar að því að binda endi á kerfisbundið ofbeldi gegn dýrum, taka skilvirk og risastór skref í átt að umhverfisvernd og tryggja okkur hreysti, vellíðan og hamingju. „Hver einasta máltíð sem ég borða er litrík, bragðmikil og stútfull af vítamínum og góðri næringu. Ég neita að borða leiðinlegan mat, til þess er lífið of stutt,“ segir Guðrún Sóley og hlær. „Þess vegna einsetti ég mér að setja saman uppskriftir sem eru VEGAN og fullar af fjöri, kryddi og djúsi. Þær ættu að gagnast öllum, hvort sem markmiðið er að borða örlítið meira grænt, prófa kjötlausan dag eða geta boðið veganistanum í fjölskyldunni upp á eitthvað gómsætt í matarboðum.“ Bókmenntir Vegan Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Matreiðslubók fjölmiðlakonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, Grænkerakrásir, var á dögunum tilnefnd í tveimur flokkum til alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaunanna, annars vegar í flokki bóka um grænkerafæði og hins vegar í flokki skandínavískra bóka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu Sölku. Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um tilnefningu árlega en tilkynnt er um sigurvegara snemma sumars á viðburðum í París og Macao í Kína. Gourmand-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. Grænkerakrásir komu út fyrir jólin í fyrra. Guðrún Sóley hefur alla tíð verið matargat og sælkeri sem veit fátt betra en að borða góðan mat, helst með mikilli sósu, í góðum félagsskap. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að stíga skrefið til fulls og verða alfarið vegan. Þá hófst nýr kafli sem sneri að því að fóta sig með ný hráefni og nýjar forsendur í matargerð. „Sá kafli stendur enn yfir og er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Guðrún Sóley og bætir við: „Heill heimur opnaðist fyrir mér og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar.“ Veganismi er ekki tiltekið mataræði, hann er ekki meinlætastefna og allra síst megrun. Hann er hugmyndafræði sem miðar að því að binda endi á kerfisbundið ofbeldi gegn dýrum, taka skilvirk og risastór skref í átt að umhverfisvernd og tryggja okkur hreysti, vellíðan og hamingju. „Hver einasta máltíð sem ég borða er litrík, bragðmikil og stútfull af vítamínum og góðri næringu. Ég neita að borða leiðinlegan mat, til þess er lífið of stutt,“ segir Guðrún Sóley og hlær. „Þess vegna einsetti ég mér að setja saman uppskriftir sem eru VEGAN og fullar af fjöri, kryddi og djúsi. Þær ættu að gagnast öllum, hvort sem markmiðið er að borða örlítið meira grænt, prófa kjötlausan dag eða geta boðið veganistanum í fjölskyldunni upp á eitthvað gómsætt í matarboðum.“
Bókmenntir Vegan Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira