Handbolti

Ýmir Örn: Þurfum að vera meira pirrandi

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Ýmir Örn Gíslason.
Ýmir Örn Gíslason.

Ýmir Örn Gíslason er ein af stjörnum íslenska liðsins á EM en hann hefur sprungið út í Malmö og farið á kostum í vörn íslenska liðsins.„Það þýðir ekkert að láta síðasta tap trufla sig. Nú er bara að gera betur næst,“ sagði Ýmir Örn ákveðinn en Ísland á að minnsta kosti fjóra leiki eftir og er aðeins búið með þrjá.„Það eru hörkuleikir fram undan í þessum milliriðli og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þá.“Það var ekkert auðvelt hjá Ými og félögum að glíma við stóran línumann Ungverja og nú fá þeir álíka lurk frá Slóveníu til þess að glíma við.„Við þurfum að vera duglegri við að ýta honum upp. Slá meira á hendurnar. Vera meira pirrandi ef eitthvað er og fastari. Reyna að komast upp með það.“Klippa: Ýmir Örn að slá í gegn

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.