Handbolti

Dolenec: Við Aron verðum ekki vinir á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Jure Dolenec.
Jure Dolenec.

Liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, Jure Dolenec, bíður spenntur eftir því að spila gegn Aroni og íslenska liðinu á morgun.

„Ég sá úr leik Íslands og Danmerkur þar sem Ísland spilaði frábæran handbolta. Ég sá líka lokakaflann gegn Ungverjum en get ekki sagt hvað klikkaði þar. Við vitum samt að Ísland er frábært lið,“ sagði skyttan.

„Aron er að leiða liðið vel. Hann er einn besti leikmaður heims og ég þekki það af eigin raun. Það væri frábært ef við gætum stöðvað hann. Það myndi létta starf okkar. Það eru líka fleiri gæðaleikmenn í Íslandi eins og Alexander og Guðjón Valur. Þetta verður ekki auðvelt en við erum líka með gott lið. Það verður gaman að mæta Aroni. Við erum báðir að berjast fyrir okkar þjóðir þannig að við verðum ekki vinir á vellinum.“

„Við erum auðvitað mjög ánægðir með að fara áfram með tvö stig. Við vitum líka að þetta er bara að byrja,“ sagði Dolenec en það leyndi sér ekki að Slóvenarnir eru með báða fætur á jörðinni og ekkert að fara fram úr sér.

„Við tökum því rólega og reynum að vinna næsta leik. Allir leikir eru úrslitaleikir og leikurinn gegn Íslandi er því úrslitaleikur.“

Einhverjir leikmenn annarra liða fögnuðu því að losna við Dani úr milliriðlinum.

„Á pappír lítur betur út að það vanti Danmörk og Frakkland en liðin sem eru hér sendu þessar þjóðir heim og það þýðir að þau eru mjög góð. Það verður því ekkert auðvelt.“

Klippa: Dolenec mætir félaga sínum

Tengdar fréttir

Gummi: Það er enginn beygur í okkur

Landsliðsþjálfarinn segir að það megi ekki gleyma því að Íslandi hafi spilað fimm góða hálfleiki á EM í handbolta til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×