Innlent

Bein út­sending frá kynningar­fundi um Há­lendis­þjóð­garð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ljósgræna svæðið sýnir tillögu stjórnvalda um nýjan Hálendisþjóðgarð en gulu línurnar marka núverandi þjóðgarða.
Ljósgræna svæðið sýnir tillögu stjórnvalda um nýjan Hálendisþjóðgarð en gulu línurnar marka núverandi þjóðgarða. vísir

Bein útsending er nú frá kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um Hálendisþjóðgarð stendur nú yfir í Skriðu, byggingu Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Fundurinn klárast kl. 12:30 en er streymt í beinni útsendingu á Facebook síðu ráðuneytisins.

Á fundinum mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynna áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Hann mun meðal annars fara yfir forsendur og markmið með stofnun þjóðgarðsins og kynna helstu atriði frumvarps sem snúa að honum.

Um er að ræða einn nokkurra funda sem fyrirhugaðir eru víða um landið þar sem kynna á áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Fundinum var frestað í síðustu viku vegna slæmra veðurskilyrða.

Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið en formaður umhverfis- og samgöngunefndar lýsti því yfir í liðinni viku að hann teldi stofnun slíks þjóðgarðs ótímabæra.

Drög að frumvarpi eru nú í samráðsgátt stjórnvalda um stofnun þjóðgarðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×