Innlent

Veður­stofa Ís­lands fagnar 100 ára af­mæli

Sylvía Hall skrifar
Veðurstofan birti gamalt veðurkort í tilefni dagsins.
Veðurstofan birti gamalt veðurkort í tilefni dagsins. Facebook/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands var stofnuð á þessum degi árið 1920 og fagnar því hundrað ára afmæli í dag. Veðurstofan birtir veðurkort frá þeim degi á Facebook-síðu sinni í tilefni dagsins og er ljóst að mikil breyting hefur orðið á starfi Veðurstofunnar frá stofnun hennar.

„Það hefur verið hvasst af norðri um landið austanvert og mikið frost. Ætli sé þó ekki óhætt að segja að Veðurstofa Íslands hafi sótt í sig veðrið á þessum 100 árum, því starfssvið hennar hefur víkkað umtalsvert út fyrir vísindi veðurfræðinnar,“ segir í færslu Veðurstofunnar.

Í tilefni aldarafmælis ætlar Veðurstofan að birta söguspjöld á Facebook-síðu sinni með áhugaverðum brotum úr sögu Veðurstofunnar. Sem dæmi eru nefnd Kópaskersskjálftinn mikli og kröfuganga um betra veður.

„Við vonum að þið njótið fyrsta dags ársins hvar sem þið eruð og hvernig sem viðrar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×