Fótbolti

Ronaldo komst ekki í lið ársins hjá FIFA 20 en þar eru fimm Liverpool menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool sem komust í úrvalslið FIFA 20. Talið frá vinstri: Alisson, Trent Alexander-Arnold, Sadio Mané, Andrew Robertson og Virgil van Dijk.
Leikmenn Liverpool sem komust í úrvalslið FIFA 20. Talið frá vinstri: Alisson, Trent Alexander-Arnold, Sadio Mané, Andrew Robertson og Virgil van Dijk. Mynd/Twitter/@LFC

Cristiano Ronaldo er ekki vinsæll meðal þeirra sem spila FIFA tölvuleikinn en allt aðra sögu er að segja af leikmönnum Evrópu- og heimsmeistara Liverpool.Forráðamenn EA Sports FIFA tölvuleiksins hafa nú verðlaunað þá ellefu leikmenn sem voru kosnir í úrvalsliðið fyrir árið 2019.Spilarar í FIFA tölvuleiknum fengu tækifæri til að kjósa úrvalslið ársins úr 55 leikmönnum en þetta er í fyrsta sinn sem spilarar fá tækifæri til að kjósa slíkt lið á vegum EA Sports FIFA leiksins. Spilararnir kusu frá 12. desember til 20. desember.Það vekur strax athygli að Cristiano Ronaldo komst ekki í þetta lið ekki frekar en Liverpool maðurinn Mohamed Salah.

Cristiano Ronaldo og Mohamed Salah voru tveir af þeim sextán sem komu til greina í framherjastöðurnar þrjár. Þar hlutu þeir Lionel Messi, Kylian Mbappé og Sadio Mané flest atvkæði.Þrátt fyrir fjarveru Mohamed Salah þá var Sadio Mané langt frá því að vera eini Liverpool maðurinn í liðinu.Fjórir liðsfélagar hans voru í úrvalsliðinu en Liverpool átti fjóra af fimm leikmönnum í vörninni. Það voru markvörðurinn Alisson miðvörðurinn Virgil van Dijk og bakverðirnir Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson. Eini leikmaðurinn varnarinnar sem spilar ekki með Liverpool var Hollendingurinn Matthijs de Ligt.

Úrvalslið EA Sports FIFA 20 fyrir árið 2019:

Alisson - Liverpool

Trent Alexander-Arnold - Liverpool

Virgil van Dijk - Liverpool

Matthijs de Ligt - Piemonte Calcio

Andrew Robertson - Liverpool

Kevin De Bruyne - Manchester City

Frenkie de Jong - FC Barcelona

N’Golo Kanté - Chelsea

Sadio Mané - Liverpool

Kylian Mbappé - Paris Saint-Germain

Lionel Messi - FC BarcelonaÞessir 55 leikmenn komu til greina í kosningunni:Sóknarmenn:

    Pierre-Emerick Aubameyang – Arsenal

    Sergio Agüero – Manchester City

    Karim Benzema – Real Madrid

    Roberto Firmino – Liverpool

    Eden Hazard – Real Madrid

    Harry Kane – Tottenham Hotspur

    Robert Lewandowski – Bayern München

    Sadio Mané – Liverpool

    Kylian Mbappé – Paris Saint-Germain

    Lionel Messi – FC Barcelona

    Neymar Jr – Paris Saint-Germain

    Cristiano Ronaldo – Piemonte Calcio

    Mohamed Salah – Liverpool

    Bernardo Silva – Manchester City

    Heung-Min Son – Tottenham Hotspur

    Raheem Sterling – Manchester CityMiðjumenn:

    Kevin De Bruyne – Manchester City

    Paulo Dybala – Piemonte Calcio

    Christian Eriksen – Tottenham Hotspur

    Fabinho – Liverpool

    Kai Havertz – Bayer 04 Leverkusen

    Jordan Henderson – Liverpool

    Frenkie de Jong – FC Barcelona

    N’Golo Kanté – Chelsea

    Luka Modric – Real Madrid

    Marco Reus – Borussia Dortmund

    Jadon Sancho – Borussia Dortmund

    David Silva – Manchester City

    Dušan Tadić – Ajax

    Marco Verratti – Paris Saint-Germain

    Georginio Wijnaldum – Liverpool

    Hakim Ziyech – AjaxVarnarmenn:

    Jordi Alba – FC Barcelona

    Trent Alexander-Arnold – Liverpool

    Leonardo Bonucci – Piemonte Calcio

    José María Giménez – Atlético de Madrid

    Mats Hummels – Borussia Dortmund

    Joshua Kimmich – Bayern München

    Kalidou Koulibaly – Napoli

    Aymeric Laporte – Manchester City

    Matthijs de Ligt – Piemonte Calcio

    Marquinhos – Paris Saint-Germain

    Sergio Ramos – Real Madrid

    Andrew Robertson – Liverpool

    Alex Sandro – Piemonte Calcio

    Thiago Silva – Paris Saint-Germain

    Milan Škriniar – Inter Milan

    Nicolás Tagliafico – Ajax

    Virgil van Dijk – Liverpool

    Jan Vertonghen – Tottenham HotspurMarkverðir:

    Alisson – Liverpool

    Ederson – Manchester City

    Jan Oblak – Atlético de Madrid

    André Onana – Ajax

    Marc-André ter Stegen – FC Barcelona

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.