Sport

„Svona fór Katrín Tanja með mig og ég tek það fram að ég er ekki Michael Jordan í þessu myndbandi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með Chandler Smith en hann er mikill húmoristi auk þess að vera mjög öflugur CrossFit maður.
Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með Chandler Smith en hann er mikill húmoristi auk þess að vera mjög öflugur CrossFit maður. Skjámynd/Instagram

Chandler Smith og Katín Tanja Davíðsdóttir hafa verið æfingafélagar undanfarna viku og Chandler Smith gerði upp æfingavikuna með húmorinn að leiðarljósi.

Ben Bergeron hefur látið Katrínu Tönju svitna mikið í sumar og því kynntist Chandler Smith þegar hann æfði með henni síðustu daga. Katrín Tanja er komin í rosalegt form.

Chandler Smith er 27 ára gamall og varð fimmtándi á heimsleikunum í fyrra. Eins og sjá má á myndunum af honum þá er hann í alvöru formi en okkar kona lét það ekki stoppa sig í því að sýna honum hvernig á að gera hlutina.

Chandler Smith var líka bara léttur á því, bæði á æfingunum en líka á samfélagsmiðlum sínum. Hann blandaði sjálfum Michael Jordan í umræðuna eins og sjá má hér fyrir neðan.

Skjámynd/Instagram

Chandler Smith birti þarna myndband af Michael Jordan fara illa með liðsfélaga sinn á æfingu. „Svona fór Katrín Tanja með mig og ég tek það fram að ég er ekki Michael Jordan í þessu myndbandi,“ skrifaði Chandler Smith.

„Mér leist stundum kannski ekki alveg á blikuna þegar ég sá hvað Ben Bergeron, Katrín Tanja og Dr. Tiffany Jones ætluðu að gera en ég hreinlega gæti ekki verið þakklátari fyrir þessa æfingaviku,“ skrifaði Chandler Smith síðan á Instagram síðu sinn.

„Ég hef sjaldan lært jafnmikið eða náð betri æfingunum á ferlinum en í þessari vikur og ég mjög bjartsýnt á það að geta sýnt það sem ég hef lært þegar ég sný aftur til U.S. Army Warrior Fitness liðsins míns,“ skrifaði Chandler Smith.

„Ég ætla líka að reyna að læra meira af þessu góða fólki í framtíðinni,“ skrifaði Chandler Smith eins og sjá má hér fyrir neðan.

Katrín Tanja Davíðsdóttir virðist vera í frábæru formi og hún fær vonandi tækifæri til að sýna sig og sanna á heimsleikunum í næsta mánuði.

Nú hefur verið búin til önnur undankeppni þar sem keppendur gera æfingar heiman frá sér alveg eins og Rogue Invitational mótinu í júní.Þeir keppendur sem voru búin að tryggja sér þátttökurétt munu þá keppa um það að komast i fimm manna úrslit sem verða síðan haldin í höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu.

Hér fyrir neðan má sjá færslu Kartrínar Tönju um æfingavikuna með Chandler Smith og eitthvað er nú hægt að lesa úr svipnum hans þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.