Hinsegin allsstaðar allt árið um kring—líka í sundi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 13:26 Hinsegin dagar hafa nú aftur gengið í garð og eru vitaskuld með breyttu samkomulagi í ár. Í stað viðburða og göngu verða Hinsegin dagar nú eingöngu í netheimum eða í hátíðardagskrá Hinsegin daga á RÚV. Hinsegin dagar eru fastur sessur í íslensku samfélagi og munum við alltaf halda Hinsegin daga, sama þó svo að það verði heima þetta árið.Hinsegin dagar eru nefnilega tími þar sem við minnum fólk á að fagna fjölbreytileikanum í hvítvetna. Við beinum sjónum okkar að því hversu langt við höfum komist en einnig hversu langt við eigum enn í land. Þó svo að miklar framfarir hafi átt sér stað á undanförnum áratugum, eins og má sjá í þáttunum Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, þá er það langt því frá að baráttunni sé lokið. Fordómafullar raddir rísa enn upp á ári hverju í kringum Hinsegin daga og grassera fordómar í kommentakerfum landsins að vanda, sem og þegar önnur hinsegin málefni ber á góma í þjóðfélagsumræðunni. Þrátt fyrir að við sem samfélag gefum okkur út fyrir að vera svo opin og fordómalaus, þá upplifir hinsegin fólk ennþá fordóma í sínu daglega lífi á Íslandi, hvort sem það er í netheimum, út á götu, á vinnustað, innan fjölskyldu, þegar það leitar sér þjónustu eða þegar það gerir hversdagslega hluti eins og að fara í sund. Á síðasta ári komst það í fréttir að kvartað hefði verið undan því að tvær konur hefðu sakleysislega kysst í sundi og þær teknar á tal af sundlaugarverði. Þetta dæmi er því miður ekkert einsdæmi og lendir hinsegin fólk ítrekað í því að hinseginleiki þeirra er sagður óviðeigandi á opinberum vettvangi. Það er óþarfi að segja að slíkar kvartanir hefðu varla borist hefði verið um karl og konu að ræða, en sambönd milli karla og kvenna eru nær allstaðar sýnileg, bæði meðal fólks á almannafæri, í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum án kvartana. Trans fólk upplifir einnig oft fordóma þegar það sækir sér sundstaði landsins, en undanfarin ár hafa komið upp all nokkur dæmi þar sem trans fólk hefur verið tekið á tal fyrir að nota klefa í samræmi við kynvitund. Þar má nefna að trans karli hefur verið vísað upp úr laug fyrir að nota karlaklefa og tvær trans konur teknar á tal af starfsfólki fyrir að nota kvennaklefa, og sagt að þær ættu að nota kynlausu klefa sem finna má í helstu sundlaugum í Reykjarvíkurborg. Þó svo að kynhlutlausir klefar á sundstöðum borgarinnar séu mikilvægt skref til að tryggja aðgengi kynsegin fólks og þeirra sem skilgreina sig ekki sem karla eða konur, þá verður að passa að slíkir klefar verði ekki til þess að aðgreina allt trans fólk, enda eiga trans konur og trans karlar rétt á því að nota klefa í samræmi við kynvitund og kynskráningu. Í Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og nýlegum lög um kynrænt sjálfræði 80/2019 er kveðið skýrt á um að fólk hljóti sömu réttindi og aðrir af sama kyni þegar kynskráningum er breytt. Ég vona því að yfirvöld sjái sóma sinn í að leysa úr ágreiningsmálum með mannréttindi og aðgengi efst í huga og sýni í verki að mannréttindi hinsegin fólks séu virt að vettugi þegar á hólminn er komið. Það er einfaldlega lýðheilsumál að trans fólk hafi aðgengi að sundlaugum, líkamsrækt og íþróttaiðkun hérlendis og er mikilvægt að sveitarfélög og yfirvöld fari að lögum og sé skýrt í sinni afstöðu gagnvart aðgengi trans fólks af þeirri þjónustu. Trans fólk eins og annað fólk þarf að hafa óheft aðgengi að slíku, einfaldlega til að tryggja líkamlega og andlega velferð þeirra, og að þau geti æft þær íþróttir sem þau kjósa að æfa. Rannsóknir sýna að aðgengi að líkamsrækt getur aukið andlega líðan fólks til muna, og er slíkt því sérstaklega mikilvægt fyrir þjóðfélagshópa líkt og trans fólks, þar sem andleg líðan þeirra er oft verri af sökum fordóma og útskúfunar í samfélaginu.Langstærstur hluti trans fólk hefur flest allt hrökklast frá því að nýta sér sundlaugar, líkamsræktar stöðvar eða að iðka íþróttir af ótta við fordóma, útskúfun og að aðgengi þeirra sé heft. Það gerir það að verkum að trans fólk forðast hversdagslega hluti eins og að kíkja í sund með vinum og vandamönnum og hefur lang flest trans fólk ekki farið í sund í mörg ár ef ekki áratugi. Þetta er vandamál sem við eigum öll að láta okkur varða og vinna í því að búa til samfélag þar sem við getum öll notið okkar, hvort sem það er að skreppa í sund eða iðka íþrótt sem við brennum fyrir. Á þessum Hinsegin dögum hvet ég því fólk til þess að standa við bakið á því hinsegin fólki í hvítvetna—ekki bara þessa vikuna heldur allt árið um kring. Standið varðberg um fólkið í kringum ykkur og standið gegn fordómum og fáfræði á vinnustaðnum ykkar, heima hjá ykkur, á opinberum vettvangi, og jafnvel í jólahlaðborði með fjölskyldunni. Hinseginleiki á aldrei að vera feimnismál og hinsegin fólk á skilið pláss, virðingu og ást líkt og við öll. Gleðilega Hinsegin daga, nú sem alltaf. Höfundur er formaður Trans Íslands - félags trans fólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar hafa nú aftur gengið í garð og eru vitaskuld með breyttu samkomulagi í ár. Í stað viðburða og göngu verða Hinsegin dagar nú eingöngu í netheimum eða í hátíðardagskrá Hinsegin daga á RÚV. Hinsegin dagar eru fastur sessur í íslensku samfélagi og munum við alltaf halda Hinsegin daga, sama þó svo að það verði heima þetta árið.Hinsegin dagar eru nefnilega tími þar sem við minnum fólk á að fagna fjölbreytileikanum í hvítvetna. Við beinum sjónum okkar að því hversu langt við höfum komist en einnig hversu langt við eigum enn í land. Þó svo að miklar framfarir hafi átt sér stað á undanförnum áratugum, eins og má sjá í þáttunum Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, þá er það langt því frá að baráttunni sé lokið. Fordómafullar raddir rísa enn upp á ári hverju í kringum Hinsegin daga og grassera fordómar í kommentakerfum landsins að vanda, sem og þegar önnur hinsegin málefni ber á góma í þjóðfélagsumræðunni. Þrátt fyrir að við sem samfélag gefum okkur út fyrir að vera svo opin og fordómalaus, þá upplifir hinsegin fólk ennþá fordóma í sínu daglega lífi á Íslandi, hvort sem það er í netheimum, út á götu, á vinnustað, innan fjölskyldu, þegar það leitar sér þjónustu eða þegar það gerir hversdagslega hluti eins og að fara í sund. Á síðasta ári komst það í fréttir að kvartað hefði verið undan því að tvær konur hefðu sakleysislega kysst í sundi og þær teknar á tal af sundlaugarverði. Þetta dæmi er því miður ekkert einsdæmi og lendir hinsegin fólk ítrekað í því að hinseginleiki þeirra er sagður óviðeigandi á opinberum vettvangi. Það er óþarfi að segja að slíkar kvartanir hefðu varla borist hefði verið um karl og konu að ræða, en sambönd milli karla og kvenna eru nær allstaðar sýnileg, bæði meðal fólks á almannafæri, í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum án kvartana. Trans fólk upplifir einnig oft fordóma þegar það sækir sér sundstaði landsins, en undanfarin ár hafa komið upp all nokkur dæmi þar sem trans fólk hefur verið tekið á tal fyrir að nota klefa í samræmi við kynvitund. Þar má nefna að trans karli hefur verið vísað upp úr laug fyrir að nota karlaklefa og tvær trans konur teknar á tal af starfsfólki fyrir að nota kvennaklefa, og sagt að þær ættu að nota kynlausu klefa sem finna má í helstu sundlaugum í Reykjarvíkurborg. Þó svo að kynhlutlausir klefar á sundstöðum borgarinnar séu mikilvægt skref til að tryggja aðgengi kynsegin fólks og þeirra sem skilgreina sig ekki sem karla eða konur, þá verður að passa að slíkir klefar verði ekki til þess að aðgreina allt trans fólk, enda eiga trans konur og trans karlar rétt á því að nota klefa í samræmi við kynvitund og kynskráningu. Í Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og nýlegum lög um kynrænt sjálfræði 80/2019 er kveðið skýrt á um að fólk hljóti sömu réttindi og aðrir af sama kyni þegar kynskráningum er breytt. Ég vona því að yfirvöld sjái sóma sinn í að leysa úr ágreiningsmálum með mannréttindi og aðgengi efst í huga og sýni í verki að mannréttindi hinsegin fólks séu virt að vettugi þegar á hólminn er komið. Það er einfaldlega lýðheilsumál að trans fólk hafi aðgengi að sundlaugum, líkamsrækt og íþróttaiðkun hérlendis og er mikilvægt að sveitarfélög og yfirvöld fari að lögum og sé skýrt í sinni afstöðu gagnvart aðgengi trans fólks af þeirri þjónustu. Trans fólk eins og annað fólk þarf að hafa óheft aðgengi að slíku, einfaldlega til að tryggja líkamlega og andlega velferð þeirra, og að þau geti æft þær íþróttir sem þau kjósa að æfa. Rannsóknir sýna að aðgengi að líkamsrækt getur aukið andlega líðan fólks til muna, og er slíkt því sérstaklega mikilvægt fyrir þjóðfélagshópa líkt og trans fólks, þar sem andleg líðan þeirra er oft verri af sökum fordóma og útskúfunar í samfélaginu.Langstærstur hluti trans fólk hefur flest allt hrökklast frá því að nýta sér sundlaugar, líkamsræktar stöðvar eða að iðka íþróttir af ótta við fordóma, útskúfun og að aðgengi þeirra sé heft. Það gerir það að verkum að trans fólk forðast hversdagslega hluti eins og að kíkja í sund með vinum og vandamönnum og hefur lang flest trans fólk ekki farið í sund í mörg ár ef ekki áratugi. Þetta er vandamál sem við eigum öll að láta okkur varða og vinna í því að búa til samfélag þar sem við getum öll notið okkar, hvort sem það er að skreppa í sund eða iðka íþrótt sem við brennum fyrir. Á þessum Hinsegin dögum hvet ég því fólk til þess að standa við bakið á því hinsegin fólki í hvítvetna—ekki bara þessa vikuna heldur allt árið um kring. Standið varðberg um fólkið í kringum ykkur og standið gegn fordómum og fáfræði á vinnustaðnum ykkar, heima hjá ykkur, á opinberum vettvangi, og jafnvel í jólahlaðborði með fjölskyldunni. Hinseginleiki á aldrei að vera feimnismál og hinsegin fólk á skilið pláss, virðingu og ást líkt og við öll. Gleðilega Hinsegin daga, nú sem alltaf. Höfundur er formaður Trans Íslands - félags trans fólks á Íslandi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun