Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar 3. október 2025 17:01 Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tré Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun