Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar 3. október 2025 17:01 Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tré Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun