Sport

Banda­rískur fim­leika­meistari undir á­hrifum frá Katrínu Tönju

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja til vinstri og heimsmeistarinn fyrrverandi til hægri.
Katrín Tanja til vinstri og heimsmeistarinn fyrrverandi til hægri. vísir/getty

Riley McCusker er nítján ára gömul. Hún er fimleikakona frá Bandaríkjunum sem hefur m.a. orðið heimsmeistari í greininni.

Riley er með rúmlega 120 þúsund fylgjendur á Instagram-síðu sinni en hún hefur eins og áður segir tekið gull á heimsmeistaramótinu í fimleikum.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið af sér gott orð innan fimleikahreyfingarinnar en hún hefur fjórum sinnum verið valin í landslið Bandaríkjanna.

Hún varð einungis nítján ára í síðasta mánuði og er þarna ein efnilegasta fimleikastelpa Bandaríkjanna á ferðinni. Það sést í þeim sex gullverðlaunum sem hún hefur hirt í Bandaríkjunum á meistaramótinu þar í landi.

Riley stýrði Instagram-síðu Inside Gymnastics í gær og þar var hann meðal annars spurð út í það hvort að einhver hafi verið henni hvatning innan fimleikanna og hver það væri.

Þá svaraði Riley að það væri Katrín Tanja Davíðsdóttir, ein af CrossFit-stjörnum Íslands, sem og Kyla Ross sem er fyrrum Ólympíuhafi í fimleikum.

Katrín Tanja var eðlilega glöð með þetta og endurbirti þetta svar Riley á Instagram-síðu sinni í gær og sagðist „dýrka Riley.“

Katrín Tanja er í fullum undirbúningi fyrir heimsleikana í CrossFit sem fara fram í september á þessu ári, ef allt gengur eftir óskum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.