Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 23:02 Hermenn flytja slasað fólk eftir sprengingarnar í Beirút í dag. Vitni segja að fjöldi fólks hafi slasað þegar það varð fyrir fljúgandi glerbrotum og braki. AP/Hassan Ammar Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymt við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. Samkvæmt nýjustu upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Líbanons eru að minnsta kosti sjötíu látnir eftir sprenginguna í dag. Sjúkrahús eru sögð yfirfull og margar byggingar í borginni rústir einar. Talið er að fjöldi manns kunni að vera grafinn undir húsarústum. Washington Post segir að svo virðist sem að minnsta kosti tvær stórar sprengingar hafi orðið. Michel Aoun, forseti, tísti í kvöld um að það væri „óásættanlegt“ að þúsundir tonna af ammónríumnítrati hafi verið geymdar á höfninni við ófullnægjandi aðstæður um árabil. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. „Ég lofa ykkur því að þessar hamfarir muna ekki líða hjá án þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir ábyrgu munu greiða fyrir það,“ sagði Hassan Diab, forsætisráðherra, ennfremur í sjónvarpsviðtali. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að höfnin í Beirút, þar sem sprengingin varð, sé svo löskuð að hún sé ónothæf. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist á Kýpur, um 240 kílómetra í burtu. AP-fréttastofan hefur eftir þýsku jarðfræðimiðstöðinni að stærri sprengingin hafi jafnast á við jarðskjálfta upp á 3,5. Hamfararnir koma á versta tíma fyrir Líbanon sem glímir við djúpa efnahagskreppu og óstöðugleika ofan á kórónuveirufaraldurinn. Sprengingarnar jöfnuðu höfnina í Beirút svo gott við jörðu.AP/Hassan Ammar Lofa aðstoð sinni Leiðtogar erlendra ríkja hafa heitið Líbanon aðstoð sína. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði Bandaríkjastjórn reiðubúna til aðstoðar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bauð fram hjálp Breta og frönsk stjórnvöld segjast ætla að senda neyðaraðstoð til Beirút. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa haft samband við stjórnvöld í Líbanon í gegnum milliliði og boðið fram læknis- og mannúðaraðstoð. Engin formleg samskipti eru á milli ríkjanna tveggja en stríðsástand ríkir á milli þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur á Twitter í kvöld. Hét utanríkisráðherra aðstoð Íslands. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í kvöld að „frábærir herforingjar“ hefðu sagt honum að þeirra tilfinning væri að sprengingarnar hafi verið árás. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í því eða að bandarískir herforingjar hafi haldið því fram að um árás hafi verið að ræða. Hezbollah-samtökin, sem elda grátt silfur saman við Ísraelsstjórn, kenndu engum um sprengingarnar í yfirlýsingu í dag. Lýstu þau atburðum sem „gríðarlegum þjóðarharmleik“ og hvöttu þjóðina til samstöðu, að sögn Washington Post. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sprengingunum og eftirleik þeirra frá Reuters-fréttastofunni. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymt við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. Samkvæmt nýjustu upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Líbanons eru að minnsta kosti sjötíu látnir eftir sprenginguna í dag. Sjúkrahús eru sögð yfirfull og margar byggingar í borginni rústir einar. Talið er að fjöldi manns kunni að vera grafinn undir húsarústum. Washington Post segir að svo virðist sem að minnsta kosti tvær stórar sprengingar hafi orðið. Michel Aoun, forseti, tísti í kvöld um að það væri „óásættanlegt“ að þúsundir tonna af ammónríumnítrati hafi verið geymdar á höfninni við ófullnægjandi aðstæður um árabil. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. „Ég lofa ykkur því að þessar hamfarir muna ekki líða hjá án þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir ábyrgu munu greiða fyrir það,“ sagði Hassan Diab, forsætisráðherra, ennfremur í sjónvarpsviðtali. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að höfnin í Beirút, þar sem sprengingin varð, sé svo löskuð að hún sé ónothæf. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist á Kýpur, um 240 kílómetra í burtu. AP-fréttastofan hefur eftir þýsku jarðfræðimiðstöðinni að stærri sprengingin hafi jafnast á við jarðskjálfta upp á 3,5. Hamfararnir koma á versta tíma fyrir Líbanon sem glímir við djúpa efnahagskreppu og óstöðugleika ofan á kórónuveirufaraldurinn. Sprengingarnar jöfnuðu höfnina í Beirút svo gott við jörðu.AP/Hassan Ammar Lofa aðstoð sinni Leiðtogar erlendra ríkja hafa heitið Líbanon aðstoð sína. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði Bandaríkjastjórn reiðubúna til aðstoðar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bauð fram hjálp Breta og frönsk stjórnvöld segjast ætla að senda neyðaraðstoð til Beirút. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa haft samband við stjórnvöld í Líbanon í gegnum milliliði og boðið fram læknis- og mannúðaraðstoð. Engin formleg samskipti eru á milli ríkjanna tveggja en stríðsástand ríkir á milli þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur á Twitter í kvöld. Hét utanríkisráðherra aðstoð Íslands. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í kvöld að „frábærir herforingjar“ hefðu sagt honum að þeirra tilfinning væri að sprengingarnar hafi verið árás. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í því eða að bandarískir herforingjar hafi haldið því fram að um árás hafi verið að ræða. Hezbollah-samtökin, sem elda grátt silfur saman við Ísraelsstjórn, kenndu engum um sprengingarnar í yfirlýsingu í dag. Lýstu þau atburðum sem „gríðarlegum þjóðarharmleik“ og hvöttu þjóðina til samstöðu, að sögn Washington Post. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sprengingunum og eftirleik þeirra frá Reuters-fréttastofunni.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00
Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49
Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30
Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51