Erlent

Þing­maður Í­halds­flokksins hand­tekinn fyrir nauðgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Westminster-höll í London er samkomustaður breska þingsins.
Westminster-höll í London er samkomustaður breska þingsins. ANDY RAIN/EPA

Þingmaður breska Íhaldsflokksins hefur verið handtekinn fyrir nauðgun. Þetta kemur fram á vef Sunday Times Ekki er tekið fram um hvaða þingmann ræðir. Sunday Times segir þingmanninn þá vera fyrrverandi ráðherra.

Rétt er að taka fram að í þessari frétt er fjallað um gróft kynferðislegt ofbeldi.

Lögreglan á Stór-Lundúnarsvæðinu segir handtökuna tengjast fjórum nauðgunarkærum frá einni og sömu konunni. Sunday Times segir konuna vera fyrrverandi starfsmann þingsins. Þá segir að nauðganirnar eigi að hafa átt sér stað milli júlí 2019 og janúar 2020.

Þingmanninnum, sem lögreglan segir í tilkynningu að sé karlmaður á sextugsaldri, hefur verið sleppt gegn tryggingu fram að miðjum ágúst. Lögreglan hefur málið nú til rannsóknar.

Í frétt Sunday Times kemur fram að konan sem kærði þingmanninn til lögreglu sé á þrítugsaldri. Hún segir manninn hafa ráðist á sig og neytt til kynferðislegra athafna. Konan hafi í kjölfarið þurft að leita á sjúkrahús.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Íhaldsflokksins að málið sé litið alvarlegum augum. Málið sé nú í höndum lögreglu og því þyki talsmanninum ekki viðeigandi að tjá sig frekar um málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.