Hugmyndin kviknaði vegna Covid-gremju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júlí 2020 19:02 Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin breytti um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Sjá meira
Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin breytti um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Sjá meira