Torkennileg rasísk skilaboð límd á bílinn á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2020 13:31 Magnús, sem er 19 ára gamall nemi við Menntaskólann við Sund, segir þetta vissulega óþægilegt en kannski fyrst og síðast yfirmáta hallærislegt. „Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu. Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu.
Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira