Erlent

Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu

Kjartan Kjartansson skrifar
Hópur karlamanna fagnar ákvörðuninni um að Ægisif verði breytt í mosku fyrir utan safnið í dag. Bæði múslimar og kristnir menn bera lotningu fyrir henni.
Hópur karlamanna fagnar ákvörðuninni um að Ægisif verði breytt í mosku fyrir utan safnið í dag. Bæði múslimar og kristnir menn bera lotningu fyrir henni. Vísir/EPA

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina.

Erdogan tilkynnti um breytinguna eftir að æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að gera Ægisif að safni árið 1934 hafi verið ólögleg. Ægisif var reist sem dómkirkja Austrómverska ríkisins á 6. öld en eftir innrás Tyrkjaveldis á 15. öld var hún gerð að mosku.

Ákvörðun Tyrkja vekur spurningar um hvort að Ægisif uppfylli áfram skilyrði fyrir því að komast á heimsminjaskrána, að sögn UNESCO. Til þess þurfa minnisvarðar og staðir að teljast hluti af menningararfi mannkyns þvert á landamæri og kynslóðir.

Þá segir stofnunin að ríki þurfi að tilkynna um breytingar á stað á heimsminjaskrá sem getur orðið tilefni til þess að staða hans sé endurskoðuð. Hvetur UNESCO tyrknesk stjórnvöld til þess að hefja viðræður um að hætta við að rýra gildi Ægisifjar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Rússlands og Grikklands auk ýmissar leiðtoga kristinna safnaða eru á meðal þeirra sem hafa hvatt Tyrki til að hafa Ægisif áfram safn.


Tengdar fréttir

Erdogan breytir Ægisif í mosku

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.