Sport

Kórónu­veiran hefur á­hrif á eitt stærsta Cross­Fit-mótið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mynd frá mótinu á síðasta ári.
Mynd frá mótinu á síðasta ári. instagram.com/mayhemclassic)

Fyrr í vikunni tilkynntu aðstandendur „Mayhem Madness“, eins stærsta CrossFit-mótsins, að þau hefðu ákveðið að fresta liðakeppninni á mótinu um þrjár vikur vegna kórónuveirunnar.

Kórónuveiran hafði áhrif á þau lið sem áttu að keppa á mótinu en það fer fram í Cookeville í Tennessee. Upphaflega átti mótið að fara fram 2. til 9. ágúst en hefur nú verið fært til 23. til 30. ágúst.

Enn ríkir ferðabann í Bandaríkjunum og fjögur af níu liðum keppninnar koma erlendis frá. Markmiðið með mótinu var að safna saman bestu liðunum í heiminum og setja saman samkeppnishæft mót en það var á leið út um gluggann er kórónuveiran skall á.

Liðin The Athlete Program, The Progrm, Taranis Lifetree og Starr Strengt Black eru alþjóðleg lið sem hefðu ekki komist inn í landið með núverandi reglum hvað varðar ferðabann.

Á miðvikudaginn var tilkynnt um 2472 kórónuveirutilfelli í Tennessee-fylki sem er það hæsta sem hefur verið tilkynnt um í fylkinu síðan veiran skall á en forsvarsmenn mótsins munu taka stöðuna aftur 1. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.