Sport

Dagskráin í dag: Breiðablik og Fylkir mæta aftur eftir sóttkví, Meistaradeildardráttur, Real Madrid og PGA

Ísak Hallmundarson skrifar
Breiðablik mætir til leiks í dag eftir tveggja vikna sóttkví og mætir Fylki sem er einnig nýkomið úr sóttkví. Leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport kl. 19:50
Breiðablik mætir til leiks í dag eftir tveggja vikna sóttkví og mætir Fylki sem er einnig nýkomið úr sóttkví. Leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport kl. 19:50

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag, dregið verður í Meistara- og Evrópudeildinni, tveir leikir í spænska boltanum, toppslagur í ensku b-deildinni, PGA mótaröðin og Mjólkurbikar kvenna.

Fjörið hefst á slaginu 10:00 en þá verður dregið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem fara fram í ágúst. Kl. 11:00 er síðan dregið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Báðir drættirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tveir leikir eru sýndir úr spænsku úrvalsdeildinni. Real Sociedad mætir Granada kl. 17:20 og kl. 19:50 tekur Real Madrid á móti Alaves, en með sigri getur Real stigið ansi stórt skref í áttina að Spánarmeistaratitlinum. Báðir leikir eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Á Stöð 2 Sport 3 verður leikur Fulham og Cardiff í næstefstu deild á Englandi sýndur í beinni frá kl. 19:10. Fulham er í baráttu um að ná einu af efstu tveimur sætunum og fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan Cardiff er að reyna að tryggja sér umspilssæti.

Fylkir og Breiðablik mætast í Árbænum í Mjólkurbikar kvenna, en bæði lið eru nýkomin úr tveggja vikna sóttkví. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þau mæta til leiks eftir að hafa ekki spilað leik í rúmar tvær vikur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:50.

Á Stöð 2 Golf verður annar hringurinn á Workday Charity Open mótinu sýndur í beinni frá kl. 19:00, en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.

Alla dagskrá dagsins má nálgast með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.