Sport

Dagskráin í dag: Breiðablik og Fylkir mæta aftur eftir sóttkví, Meistaradeildardráttur, Real Madrid og PGA

Ísak Hallmundarson skrifar
Breiðablik mætir til leiks í dag eftir tveggja vikna sóttkví og mætir Fylki sem er einnig nýkomið úr sóttkví. Leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport kl. 19:50
Breiðablik mætir til leiks í dag eftir tveggja vikna sóttkví og mætir Fylki sem er einnig nýkomið úr sóttkví. Leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport kl. 19:50

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag, dregið verður í Meistara- og Evrópudeildinni, tveir leikir í spænska boltanum, toppslagur í ensku b-deildinni, PGA mótaröðin og Mjólkurbikar kvenna.

Fjörið hefst á slaginu 10:00 en þá verður dregið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem fara fram í ágúst. Kl. 11:00 er síðan dregið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Báðir drættirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tveir leikir eru sýndir úr spænsku úrvalsdeildinni. Real Sociedad mætir Granada kl. 17:20 og kl. 19:50 tekur Real Madrid á móti Alaves, en með sigri getur Real stigið ansi stórt skref í áttina að Spánarmeistaratitlinum. Báðir leikir eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Á Stöð 2 Sport 3 verður leikur Fulham og Cardiff í næstefstu deild á Englandi sýndur í beinni frá kl. 19:10. Fulham er í baráttu um að ná einu af efstu tveimur sætunum og fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan Cardiff er að reyna að tryggja sér umspilssæti.

Fylkir og Breiðablik mætast í Árbænum í Mjólkurbikar kvenna, en bæði lið eru nýkomin úr tveggja vikna sóttkví. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þau mæta til leiks eftir að hafa ekki spilað leik í rúmar tvær vikur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:50.

Á Stöð 2 Golf verður annar hringurinn á Workday Charity Open mótinu sýndur í beinni frá kl. 19:00, en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.

Alla dagskrá dagsins má nálgast með því að smella hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.