Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2020 23:09 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. Hún er jafnframt hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25