Toppliðin unnu bæði á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir tveir skoruðu báðir í kvöld. Annar þeirra var að skora sitt fyrsta mark síðan í janúar á síðasta ári.
Þessir tveir skoruðu báðir í kvöld. Annar þeirra var að skora sitt fyrsta mark síðan í janúar á síðasta ári. EPA-EFE/LUCA ZENNARO

Juventus vann leik sinn gegn Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 3-1 og þar með heldur Juventus fjögurra stiga forystu sinni á toppi deildarinnar.

Lazio lagði Torino 2-1 á útivelli í fyrri leik kvöldsins þökk sé mörkum Ciro Immobile og Marco Parolo. Munurinn á toppi deildarinnar því aðeins eitt stig þegar Juventus hóf sinn leik gegn Genoa. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá gerðu leikmenn Ítalíumeistaranna svo gott sem út um leikinn á sex mínútna kafla í síðari hálfleik. Strax á 50. mínútu skoraði Paulo Dybala og sex mínútum síðar bætti Portúgalinn Cristiano Ronaldo við marki. 

Staðan orðin 2-0 og áttfaldir meistarar Juventus í góðum málum. Douglas Costa innsiglaði svo sigurinn með frábæru marki á 73. mínútu. Hans fyrsta mark síðan í janúar á síðasta ári.

Andrea Pinamonti skoraði svo sárabótamark fyrir heimamenn í Genoa á 76. mínútu og lokatölur því 3-1. 

Juventus er eins og áður sagði á toppi deildarinnar með 72 stig þegar níu umferðir eru eftir. Lazio kemur þar á eftir með 68 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.