Innlent

Telur her­æfinguna nauð­syn­lega til að tryggja öryggi Ís­lands

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Andrew Burcher og Didier Piaton, varaaðmírálar hjá NATO.
Andrew Burcher og Didier Piaton, varaaðmírálar hjá NATO. Vísir/Skjáskot

Dynamic Mongoose, kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins, hófst við Ísland í dag. Varaaðmíráll segir æfinguna mikilvæga svo hægt sé að tryggja öryggi á svæðinu, komi til átaka.

Fimm kafbátar, fimm herskip og fimm kafbátaleitarflugvélar frá sex ríkjum taka þátt í æfingunni sem verður framvegis haldin hér við Ísland á oddatöluárum.

Á stafrænum blaðamannafundi sagði Andrew Burcher, sem sér um kafbátaaðgerðir bandalagsins að staðsetning Íslands sé mikilvæg í herfræðilegu samhengi, því sé hafið í kringum landið ákjósanlegur staður fyrir æfinguna.

„Ef Rússar vilja koma flota sínum á Atlantshafið þurfa þeir að fara framhjá Íslandi. Þess vegna er brýnt að tryggja að við búum yfir þeirri færni sem þarf til að tryggja yfirráð neðansjávar á svæðinu. Þannig gætum við haldið stjórninni ef til átaka kemur,“ sagði Burcher.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.