Sport

Cam Newton á að fylla í skarð Bradys hjá Patriots

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Öðlast Cam Newton nýtt líf hjá New England Patriots?
Öðlast Cam Newton nýtt líf hjá New England Patriots? getty/Thearon W. Henderson

Leikstjórnandinn Cam Newton hefur náð samkomulagi við New England Patriots um eins árs samning við félagið samkvæmt heimildum ESPN.

Newton var látinn fara frá Carolina Panthers í vor eftir níu ár hjá félaginu. Hann var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar 2015. Sama ár komst Panthers í Ofurskálina.

Á síðasta tímabili missti Newton af fjórtán leikjum vegna meiðsla.

Hann á að hjálpa til við að fylla skarð leikstjórnandans Toms Brady hjá Patriots. Sem kunnugt er gekk hann í raðir Tampa Bay Buccaneers í vor eftir að hafa leikið með Patriots allan sinn feril og unnið sex meistaratitla með félaginu.

Patriots valdi ekki leikstjórnanda í nýliðavalinu í vor. Í leikmannahópi Patriots eru tveir leikstjórnendur; Jarrett Stidham og Brian Hoyer.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.