Erlent

The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir ó­heimila laga­notkun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
The Rolling Stones vilja alls ekki að Donald Trump noti lögin þeirra á fjöldafundum sínum.
The Rolling Stones vilja alls ekki að Donald Trump noti lögin þeirra á fjöldafundum sínum. EPA-EFE/Nigel Roddis

The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. Meðlimir hljómsveitarinnar vinna nú að því með samtökum eigenda flutningsréttar, BMI, að stöðva notkun forsetans á lögunum sem hann hefur ekki fengið leyfi fyrir.

Á umdeildum fjöldafundi Trump sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma á laugardaginn í síðustu viku var lagið You Can‘t Always Get What You Want spilað en það var ítrekað spilað á fjöldafundum forsetans í kosningabaráttunni 2016.

Hljómsveitin tísti því árið 2016 að sveitin styddi ekki Trump. Þá sagði í yfirlýsingu sveitarinnar sem birt var á laugardag að taka þyrfti fleiri skref til að koma í veg fyrir að Trump gæti notað efni sveitarinnar í framtíðinni. Það væri nauðsynlegt þar sem forsetinn hafi ekki farið eftir óskum sveitarinnar.

BMI hefur að sögn greint kosningastjórn Trump frá því fyrir hönd Rolling Stones að ef lög sveitarinnar verði spiluð án leyfis muni verða gripið til lagalegra aðgerða.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×